Skírnir - 01.01.1949, Síða 8
6
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Þeir voru einvaldir hver á sínum stað, og hin smáu ríki þeirra
áttu erfitt með að bera allar þessar kostnaðarsömu hirðir, með
skemmtanalífi þeirra, og milli aðals og borgara var mikið
djúp. Það þarf ekki í grafgötur að ganga um það, að frjáls-
lyndi í stjórnmálaskoðunum átti ekki upp á pallborðið, og
maður eins og Kant var á efri árum undir ritskoðun. Andans
menn fengu að vita, hverju þeir máttu ekki skipta sér af, og
flestir þeirra hneigðust til hlýðni með tímanum. Áhugi þeirra
snerist þá að listum og bókmenntum og heimspeki; hin þýzka
hugsæisstefna, klassík og rómantík verða til. Upplýsingarstefn-
an franska losar undan veldi rétttrúnaðarins og tíminn mót-
ast af eins konar húmanisma, trú á manninn og dyggðir hans;
tónlistin er í meiri blóma en nokkum tíma fyrr; menn leggja
nú að nýju sérstaka stund á að læra af hinni grisku list og
lífsskoðun; mennt og smekkur er á háu stigi, en engum áhorf-
anda dylst, að þetta er keypt fyrir mannréttindi.
Goethe er fæddur í Frankfurt am Main 28. ágúst 1749.
Faðir hans var auðugur lögfræðingur, dr. juris, sem keypti
sér titilinn Kaiserlich Rat. Hann var fastlyndur og sérlyndur.
Móðir hans var af helztu hefðarætt bæjarins, glaðlynd og
fjömg. 1 vísu einni kveður Goethe svo að orði, að hann hafi
vöxt og alvöru frá föður sínum, en frá móður sinni glaðlyndi
og löngun til að skálda — die Lust zum Fabulieren. Sex ára
gömlum var farið að kenna honum, og kom hrátt í ljós, að
honum lá allt í augum uppi. Af málum lærði hann latínu,
grísku, ítölsku, ensku, frönsku og síðar líka hebresku — hann
vildi geta lesið Gamlatestamentið á fmmmálinu. Auk þess
lærði hann sögu, landafræði, náttúmfræði, teikningu, skylm-
ingar og reiðar. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi, ef
hann hefði týnt þvi jafnóðum og hann hafði lært það, en því
fór fjarri, hann var töluverður íþróttamaður langt fram eftir
ævi; áhugi hans á náttúmnni varð til þess að hann fékkst
við náttúrurannsóknir, hann ritaði t. d. um ljósið mikla bók,
um hreytingar plantnanna, og hann gerði uppgötvun í líf-
færafræði. Og honrnn lék um tíma hugur á að hverfa yfir i
aðra list en hann var kjörinn til, í myndlistina.