Skírnir - 01.01.1949, Page 9
Skímir
Goethe tvöhundruð ára
7
Þegar Goethe var fullvaxinn, var hann mikill atgervis-
maður og fríðleiksmaður. Hann hafði dökkjarpt hár og hærð-
ist seint, sumir segja, að hann væri móeygur, aðrir segja svart-
eygur, en augun voru stór og hrifu alla, sem sáu. Hann varð
brátt mikið glæsimenni. Leiftrandi gáfur og lifskraftur fóru
saman hjá honum, og það var eins og hann væri gæddur
töfrum, sem drógu menn að honum og gerðu þá hugfangna.
Hann var gæddur miklu ímyndunarafli og miklum skaps-
munum, hjá honum verður oft vart ákafra og snöggra geð-
brigða, gleði skiptist á við sorg, áhugi og sköpunarfögnuður á
við dimman leiða. Stundum er honum svo mikið niðri fyrir,
að vant er að sjá, hvað orðið hefði, ef honum hefði ekki verið
léð skáldgáfan, sem veitti honum lausn frá þeirri þraut með
því að kveða eða syngja um hana, og þar með hvarf hún hon-
um, og lífið byrjaði að nýju.
Ekki þarf í grafgötur um það að ganga, að margar konur
hafi orðið á leið Goethes, sem hann felldi hug til og fengu ást
á honum. Augljóst má vera, að það öldurót tilfinninganna
hafi magnað skáldskap hans, þegar þar að kom, og atvik og
myndir orðið honum fyrirmyndir í skáldskapnum. Þetta á
við öll skáld, og við Goethe þó mörgum öðrum fremur. Það
er því siður, þegar frá Goethe er sagt, að nefna þessar konur.
Vegna þess, hve tíminn er naumur, verð ég þó — með tveim-
ur undantekningum — að sleppa þeirri þulu og láta mér
nægja þessar almennu athugasemdir. En áheyrendur fara
ekki svo mikils á mis við það, því að það þýðir ekki að þylja
nöfnin tóm, og úr fjarska er hver þessara kvenna annari lík;
aðeins nánari og vandlegri athugun veitir einhverja vitneskju
mn, hvað var sérstakt í fari hverrar um sig eða hvað Goethe
fann þar — ef það er þá gerlegt að öðlast um það nokkra
vitneskju. Þegar ég les í skýringarritum, að Goethe hafi
spunnið af lopa endurminninga sinna um Gretchen, um
Friedrike, lun Lili og hver veit hvað, þegar hann skapaði
Grétu í Faust, þá dettur mér í hug málarinn Derselbe, sem
íslendingur einn fann að átti flest málverk á listasafninu.
Derselbe þýðir raunar hinn sami. Það má þykja auðsætt, að
það sé ekki Lili Schönemann með auðkennum þeim, sem