Skírnir - 01.01.1949, Síða 11
Skímir
Goethe tvöhundruð ára
9
opnuðust fyrir skáldskap Gamlatestamentisins. En síðast en
ekki sízt varð þó Shakespeare leiðarljós hans. Á þessum tíma
verða líka áhrif Rousseaus mikil um allt Þýzkaland; boð hans
var: Hverfið aftur til náttúrunnar. Hann boðaði rétt tilfinn-
inganna gagnvart venjunum. Stjómmálakenningar Rousseaus
og fjölda annara frjálslyndra heimspekinga og rithöfunda
breiddust jafnt og þétt út, og var það undirrót stjómarbylt-
ingarinnar miklu i Frakklandi. Hjá mörgum þýzkum rithöf-
undum á þessum tíma má finna brennandi frelsisþrá og hatur
á harðstjórn; nefni ég þar sem dæmi fyrstu leikrit Schillers.
En vanalega breyttust skoðanir þessara manna með tíman-
um, svo að þær urðu ekki hættulegar valdhöfunum. En
frelsisdýrkunin átti lika aðra hlið: Það var frelsi einstaklings-
ins gagnvart böndum þjóðfélagsins, venjum þess, siðum og
siðfræði, einkum þó frelsi afburðamannsins gagnvart þessu.
Þetta var tími, þegar menn dýrkuðu stórmennin, afburða-
mennina. Þessi vorleysing í þýzkum bókmenntum er nefnd
„Sturm und Drang“; hún fjaraði að vísu nokkuð fljótt, en
ýmsar hugmyndir frá þessum tíma lifðu þó lengi, vanalega
í eitthvað breyttum ham.
Goethe fór nú, eins og faðir hans ætlaðist til, að stunda
lögfræðistörf, en hann gerði það með hangandi hendi. En
hann fór í óðakappi að yrkja, hann samdi skáldsögu, hann
samdi leikrit. Þetta var eins og vorgróður, hvert ritið varð
til af öðru. Þegar í fyrstu kvæðum hans sýnir hann, að hann
er eitt hið mesta ljóðskáld, sem nokkurn tíma hefur verið uppi,
og hann heldur þeirri gáfu fram á elliár. Hverja þá kvæða-
tegund, sem hann snertir við, yngir hann upp og endurnýjar
að nokkru. Árið 1771 ritar hann Götz von Rerlichingen, leik-
rit sem markar tímamót. Það er sögulegt leikrit í stíl Shake-
speares, með ákaflega mörgum sviðsbreytingum, og hefur
það án efa staðið nokkuð í vegi fyrir því, að það væri tekið
til leiks; en á sviði nútímans, þar sem leiktjöld eru réttilega
ekki ofmetin, hlýtur að vera hægt að gera mikið úr því. Með
Lessing er Goethe hér fyrstur manna að gefa þýzkar mann-
lýsingar í leikriti, og hann gefur því líka tíðarblæ, sem þá
var nokkur nýjung. Efnið er barátta afburðamanns við mn-