Skírnir - 01.01.1949, Side 14
12
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Skáld skapa menn og örlög í heimi hugarburðar. Ekki þarf
að efa, hverju Goethe slægðist eftir í Weimar frekar öllu öðru.
Það var tækifærið, sem hann fékk til að skapa, í þetta sinn
í heimi veruleikans. Valdið veitti honum kost á að fram-
kvæma, láta vinna verk, gera óskir að veruleika. I upphafi
var athöfnin, segir í Faust.
Goethe er meðal vina, sem dá hann og skilja hann, hann
unir vel hag sínum, og störfin fylla hug hans. Frá landhún-
aði og námugrefti, sem ráðherrann þarf að sinna, leiðist áhugi
hans að náttúruvísindum, grasafræði, steinafræði, og hann
heldur áfram rannsóknum á náttúruvísindum annað veifið
alla tíð síðan. Náttúrukennd hans, náttúrudýrkun hans eflist
og magnast. Auk þess kynnist hann mönnum og mannlífi,
reynsla hans vex. Þannig vekja dagleg störf hans ótal margt,
sem veldur því, að þessum fjölhæfa anda finnist í fyrstu ekki
þröngt um sig.
En hvað framkvæmir hann? Hertogadæmið var lítið, íbúa-
tala þess um 100.000, íbúar Weimarborgar ekki nema mn
6.000, og auðugt var landið ekki. Það væri nógu gaman að
hugsa sér Goethe í stórbrotnara umhverfi. Goethe fékk að
vísu tækifæri á að efla vísindi, skáldskap og listir. Hann dró
til Weimar ýmsa merka menn, t. d. gerði hann Herder að
biskupi (1776), og síðar Schiller að háskólakennara i Jena
(1786), og rétti hann þá um leið þessum mönnum hjálpar-
hönd. Hann vildi gera hertogadæmið að fyrirmyndarriki, þó
að litið væri, hann hafði fyrirætlanir um endurbætur í land-
búnaði og í félagsmálum. En hann fékk litlu til leiðar komið.
Þegar hertoginn eltist, vildi hann sjálfur ráða, og áhugi hans
snerist að allt öðru en þessu.
Eftir nærri tíu ára starf segir hans Excellenz Geheimrat
Johann Wolfgang von Goethe: Sá sem fæst við stjórnarstörf
án þess að vera sjálfur valdhafi, er annaðhvort oddborgari,
þorpari eða fifl. Fám mánuðum siðar biður hann hertoga sinn
orlofs og fer til Italiu og kemur ekki aftur fyrr en eftir nærri
því tvö ár.
Völd ráðherrans, svo mikils sem öðrum kunna að hafa þótt