Skírnir - 01.01.1949, Page 15
Skímir
Goethe tvöhundruð ára
13
þau, reyndust þá fullnægjandi, og Goethe hvarf aftur að
því að skapa í heimi ímyndunarinnar, skáldskaparins. Hann
hafði ekki getað sinnt skáldskap að verulegu ráði þessi ár, en
þó átti hann frá þeim tíma allmikið af hugmyndum og brot-
um, sem hann fór nú að fást við. Hann ritaði nú og á fyrstu
árum eftir heimkomuna mörg verk: leikritin Egmont, Tasso
og Iphigenie — það síðasta grískt að efni og í grískum stíl
— skáldsöguna Wilhelm Meisters Lehrjahre, og loks bætti
hann um þetta leyti enn töluvert við Faust. Frá þessum tíma
eru og að nokkru Römische Elegien, sem aðallega eru þó ortar
eftir heimkomuna. Þetta sýnir mikla frjósemi. En hér má líka
greina nýjungar, sem þessari för hans fylgdi. Ungur hafði
Goethe lært að þekkja Hómer og annan grískan kveðskap,
það var fegurðarheimur, sem hann leit úr fjarska og þráði.
Ítalíuförin opnaði honum að fullu þennan heim; hér hafði
hann daglega hina fornu list fyrir augum, og andi hennar og
hinna fomu bókmennta hafði djúp áhrif á huga hans. Þetta
er nútímanum svo sem horfin strönd, en á hinn bóginn er
það svo mikilvægt í þeirri sögu, sem ég er að segja, að ekki
er annars kostur en að staldra við það.
Frá því miðaldamenning Vesturlanda hafði hætt að vera
einfalt úrkynjunarfyrirbrigði hinnar fomu Miðjarðarhafs-
menningar og hafði fengið sjálfstæðan svip, á 9. og 10. öld,
hafði arfurinn frá hinni grísk-rómversku menningu verið
stöðug hvöt og kveikja, stundum sem fyrirmynd, stundum sem
fleinn í holdinu, oft hvorttveggja í einu. Þetta má glöggt sjá
á hinni svonefndu viðreisn 12. aldar, í viðreisn eða endur-
fæðingu og húmanisma 15. og 16. aldar, í hinum franska
klassicisma, á fornmenntadýrkun samtíðar Goethes. Fom-
menningin er svo margþætt, að ekki er víst að allir finni
það sama, og helzt sjá menn þar það, sem þeim finnst á skorta
í menningu samtíðarinnar eða sérstakt erindi eigi til hennar.
Winckelmann, sem var listfræðingur, hafði boðað samtíðinni,
að einkenni listar Grikkja væri göfugur einfaldleiki og kyrr-
látur mikilleiki. Undir þessu kjörorði varð fomlistin þessrnn
tima hin mikla fyrirmynd, Goethe sem öðmm, og má finna
þess ærinn vott í ritum hans. En hér kom meira til. f arfin-