Skírnir - 01.01.1949, Síða 16
14
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
um frá hinum kristnu miðöldum var rík sú hugsun, að eðli
mannsins væri illt, að fullkomnunar væri að leita með því
að sigrast á því, með meinlætum. Þetta líf var táradalur, án
gildis í sjálfu sér. Samhliða þessu var hneigð til háspeki, sem
ekki átti grundvöll sinn á þessari jörð og treysti meira á
rökleiðslu en reynslu. Goethe þóttist sjá í lífsskoðun Grikkja
nærri andstæðu alls þessa. Hann fann þar gleðina yfir þeirri
fegurð, sem skilningarvit mannsins veittu honum að taka þátt
í, einkum þó ljósheimi augans. Hann sá þennan heim hafa
gildi í sjálfum sér, hann fékk meiri og meiri óbeit á háspeki,
en hann hugsaði sér skynheiminn þó ekki lokaðan, eins og
efnishyggjumaðurinn gerir. Hann þóttist sjá í fornmenning-
unni boðskapinn um samræmi og einstaklingsþroska. Hann
trúði því, að í eðli mannsins væri svo mikið gott, að viðleitnin
til hins göfuga gæti vissulega borið árangur. En maðurinn
skyldi um leið viðurkenna takmörk sín. Nokkuð af þessum
hugsunarhætti má sjá í kvæðinu „Hið guðlega“:
Göfuglyndur,
góður og hjálpfús
veri hirm mennski maður,
því að þetta eitt
er það, sem hann greinir
frá verum ölltrnt
sem vér þekkjum.
Vel sé hinum æðri
ókunnu, hærri,
huldu hugboðs verum;
við leiti maðurinn
verum þeim að likjast;
á þær að trúa
hans eigið dæmi kenni.
Því sneydd er tilfinning
sjálf náttúran:
eins skín sólin
yfir illa og góða,
og bófum jafnt
sem beztu mönnum
máni mær og stjömur.
Veltandi straumar,
vindar, þrumur, haglél
sínar götur glappast
og fleygihröð,
er framhjá geisa,
einn af öðrum henda.
Svo er og lika
um lukku farið:
hún fálmar meðal fjöldans,
hrifur ýmist um
hins unga sveins
ljúfa, saklausa
lokkahöfuð
eða sakdólgs snoðinn skalla.
Eftir eilífskorðuðum
allsherjarlögum
verðum vér allir
vorrar tilveru
ráshring út að renna.
Einn orkar maðurinn
hinu ómáttulega: