Skírnir - 01.01.1949, Page 17
Skírnir
Goethe tvöhundruð ára
15
greining hluta að gera, Og vér innum lotning
um að velja, hinum ódauðlegu
um að dæma; mjög sem menn væru;
einn er hann umkominn sem verki þeir í stóru
augnabliki hvað verkar hinn bezti í smáu,
varanleik að veita. eða myndi verka, ef mætti.
Einn er hann um fær Göfuglyndur
að umbuna góðum, góður og hjálpfús
en gjalda víti vondum; veri hinn mennski maður,
bót að vinna, iðji hann og skapi
björg að veita, óþreytandi
villu vafið allt hið gagnlega og rétta,
og víttsveimanda gerist æ formynd
settlega að semja að hinum ókunnu
í samtengingu æðri og hærri
og gagnsamlegt að gera. huldu hugboðs verum.1)
Jónas Hallgrímsson talar um lífsnautnina frjóu og alefling
andans. Þessi orð lýsa vel lifsskoðun og lífskennd Goethes í
Italíuförinni.
Eftir nærri tveggja ára fjarveru kom Goethe aftur til
Weimar. Hann fékk nú leyfi hertogans til að láta af höndum
öll sín fyrri störf nema embætti menntamálaráðherra. Hin-
um imga Prómeþeifi hafði lærzt, að öllu mannlegu eru tak-
mörk sett, og það er unnt að ná mannlegum þroska innan
þessara takmarka. Og sú var ástundun hans. Goethe sinnti
nú mest af öllu skáldskap sínum, og hann lagði meiri stund
en áður á náttúruvísindi. Hann hafði sérstakt yndi af leik-
húsinu í Weimar, og hann var árum saman leikhússtjóri
(1791—1817).
Eftir Italíuförina fannst vinum Goethes hann vera breyttur,
og kólnaði vinátta margra þeirra til hans. Frú v. Stein hafði
ekkert vitað um burtför hans fyrr en hann var farinn, og
hðu nokkrir mánuðir, áður en hún vissi, hvar hann var niður
kominn. Ekki urðu ástir þeirra eftir heimkomuna svo sem
áður hafði verið, og brátt tók fyrir þær, því að Goethe eign-
1) Þýðing Steingríms Thorsteinssonar,