Skírnir - 01.01.1949, Síða 18
16
Einar Öl. Sveinsson
Skirnir
aðist aðra vinkonu, sem ól honum son. Hún hét Christiane
Vulpius. Goethe tók hana heim til sín og bjó með henni
mörg ár, og síðar giftist hann henni. Hún var ekki af hefðar-
fólkinu í Weimar, og sjálfsagt hefur hún ekki skilið kveð-
skap Goethes. Raunar eru menn ekki alls kostar sammála
um hana, frekar en elju hennar, frú v. Stein, sem annars
hefur átt mikinn þátt í að sverta hana. En víst er, að hún
var dyggur förunautur manns síns.
Fyrstu árin eftir heimkomuna var frjósemistími í skáld-
skap Goethes, en hann kenndi brátt einangrunar í Weimar.
Þá var það árið 1794, að vinátta hefst með honum og Fried-
rich Schiller, en þeir tveir eru fortakslaust mestu skáld Þýzka-
lands á þessari tið. Þeir voru ólíkir menn og ólíkir í skáld-
skap. En þeir gerðu sér far um að skilja hvor annan, og þeir
stefndu að ýmsu leyti í sömu átt. Brandr af brandi brennr
unz brunninn er, funi kveikisk af funa; samvinnan og vin-
áttan magnaði þá báða, og frá þessum tíma er margt kvæða
Goethes og söguljóðin Hermann und Dorothea. Schiller and-
aðist 1805.
Ég skal ekki halda áfram að þylja upp nöfnin á verkum
Goethes, sem eru yfrið mörg. Ég skal aðeins nefna ástakvæðin
Westöstlicher Divan, sem hann orti hálfsjötugur, og skáldsög-
urnar Die Wahlverwandtschaften og Wilhelm Meisters Wan-
derjahre. Þá hélt Goethe áfram náttúrufræðirannsóknum og
ritaði mikið rit um ljósfræðina. Hann hafðist alltaf nokkuð
að. Hann ritaði Dichtung og Wahrheit um ævi sína, og Die
Italienische Reise, um ferðina til Italíu. Á efri árum tók hann
eins og konungur á móti mönnum víðs vegar að, sem vildu
kynnast meistaranum, er þá var orðinn frægur um allan
heim. Á þessum árum var Johann Peter Eckermann löngum
stundum með Goethe, og hefur hann ritað upp kafla úr
samtölum þeirra; sú bók er gullnáma og sýnir vel mannvit
og reynslu öldungsins.
Ég gat þess áður, að fyrsta gerð Fausts sé frá vori ævinn-
ar, árunum í Frankfurt. Goethe greip oft í þetta verk, og
drjúga kafla ritaði hann í ítalíuferðinni. Brot af Faust kom
fyrst út 1790, en allur fyrri helmingurinn 1808. Nú leið