Skírnir - 01.01.1949, Síða 22
20
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
í hann fauk —- og það gat vel borið við — lék húsið á reiði-
skjálfi; það var eins og eldgos. Og áhugi hans og starfs-
löngun þurru ekki.
Reglan ein sér deyðir. Og lífskrafturinn einn sér megnar
ekki neitt, sem mannsæmt sé. En þegar lífskrafturinn og
hin máttuga hvöt kemst undir stjóm anda og vilja, verður
það til, sem kallast viðleitni. Viðleitni, kappkostun var allt
líf Goethes.
Hér var þá efni, sem Goethe kunni nokkuð frá að segja,
og þetta tók hann líka til meðferðar í höfuðriti sínu, Faust.
Um þetta verk mun ég að lokum fara fám orðum. Það er
mestallt í ljóðum og í leikritsformi, en það er ekki vel til
leiks fallið, nema þá fyrri hlutinn, einkum í hinni fyrstu gerð
(Ur-Faust).
Eftir fagra tileinkun frá nærri miðri ævi skáldsins og for-
mála í leikhúsinu kemur formáli í himnaríki. Þar situr Drott-
inn alls herjar, og höfuðenglar syngja honum dýrð. Fram
fyrir Drottin gengur Mefistófeles, og verða nú svipuð atvik
og í Jobsbók. Talið berst að hinum lærða manni Faust, sem
með þreyjulausu brjósti leitar þekkingar. Drottinn segir:
„Þótt óljóst kunni hann enn að þjóna mér,
mun æðri birta á veg hans síðar skína."1)
En hér er Mefistófeles á nokkuð öðru máli, og hann býður
veðmál: Sel mér Faust í hendur, meðan hann er á jörðinni,
og ef mér tekst að leiða hann á minn veg, þá verði hann
minn. Drottinn gengur að þessu; hann veit að vísu, að mað-
urinn hlýtur að fara villt, svo lengi sem hann lifir og hann
kappkostar eitthvað, en samt sem áður:
„Þótt góður drengur vaði í villu og svíma,
þá vísar eðli hans á rétta leið —“
„Ein guter Mensch in seinem dunklem Drange
ist sich des rechten Weges wohl bewusst."
1) Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar.