Skírnir - 01.01.1949, Síða 23
Skírnir
Goethe työhundruð ára
21
Hver er Mefistófeles? Þegar Faust hittir hann í fyrsta sinn,
gengur hann á Mefistófeles um það, og fær meðal annars
svarið: Ég er hinn neikvæði andi (Ich hin der Geist, der stets
vemeint). Hann er andstæða alls, sem Faust þráir, og reynir
að gera að lygi og táli allt, sem er anda Fausts veruleiki.
I heimspeki Goethes gætir mikið þess, sem hann kallaði
„Polaritát“. Lífið þarf andstæðna við til að halda magni sínu,
og þegar andstæðum laust saman, efldist lífsmagnið (Steige-
mng). Mefistófeles, sem reynir að veikja, draga niður, brjóta
niður, verður miklu fremur móti vilja símun hroddur, sem
ýtir áfram. Þetta er eins og Drottinn kveður að orði:
„Er eljan mannsins tekur sér að tapa
og táp hans lamar höfug værðarþrá,
ég læt hann stundum paur til fylgdar fá,
sem frýr og knýr og verður til að skapa.“
Og það verður Mefistófeles líka að játa, þegar hann segir
Faust deili á sér; hann kveðst vera hluti þess afls, sem ávallt
vill hið illa og ávallt skapar gott. Þó að þetta megi vera of-
mælt, — Mefistófeles kann að ofbjóða, hve mörg verk hans
leiða þó til góðs, — þá er hann samur við sig, og þegar öllu
er á botninn hvolft, veltur allt á Faust sjálfum, hinum marg-
lynda, hinum þreyjulausa og óstöðuga. Er það mikill veig-
ur í honum, að hann verði ekki leiddur af siimi hraut, á
hann sér þann kjarna, að hann sundrist ekki? Tekst Mefistó-
feles að tæla hann, gera hann ánægðan, svo að hann biðji
stundina að nema staðar, eða verður hann, móti vilja sínum,
miklu frekar egnandi hans og frýjandi, sem knýr hann áfram?
Um þetta vandræðafélag Fausts og Mefistófelesar fjallar
nú verkið. Það má virðast sem Mefistófeles takist oft að leiða
hann afvega. Ég nefni sem dæmi ástasögu Fausts og Grétu;
Faust tælir hana, en skilur hana svo eftir í fangelsi, þar sem
hún bíður böðulsins. Mefistófeles er potturinn og pannan í
því öllu. En hann getur aldrei gert Faust ánægðan, getur
aldrei hindrað leit hans að hinu göfuga. Við sjáum Faust
með þorsta, sem aldrei slokknar, kappkostun, sem aldrei þver.
Við sjáum þorsta hans eftir þekkingu, eftir lífsnautn og ást,
eftir fegurð og list.