Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 24
22
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
Að síðustu getur að líta hann gamlan; hann hefur fyrir
hjálp sína við keisarann fengið landræmu með sjó fram, og
þá er loks lýst löngun hans eftir athöfnum. Hann gerir að
landi það sem var sjór, og hann ræktar það, sem var í eyði
og óbyggilegt. Það er yndi hans að stjórna þessu verki og
þeirri þjóð, sem byggir þar. Þetta er líka síðasti spölurinn í
ferli hans, og Goethe er þar að horfa fram á við, fram eftir
19. öldinni og til vorrar aldar, þegar hann skrifar þetta. Sein-
ast má sjá Faust gamlan og blindan, hann heyrir, að verið
er að grafa, — það eru lemúrur, ófreskjur, sem að skipun
Mefistófelesar eru að grafa honum gröf, — en Faust heldur,
að hér sé verið að grafa skurð til að ræsa fram óheilnæmar
mýrar, og hann segir við Mefistófeles, sem nú er orðinn
verkstjóri hans:
Vind bráðan bug að því
oss verkamannamergð að ráða,
með mildi og strangleik hvet til dáða,
greið launin óspart, laða, kný!
Hvem dag eg um það fregn vil fá án vafa,
hvem framgang skurðgröfturinn muni hafa.
Mefistófeles (í hálfum hljóðum):
Um gröft þann kunnugt ei mér er.
Um opna gröf þeir tjáðu mér.
F a u s t:
Hér liggur fen við fjallsins rót,
um frjósamt landnám veldur sýkingu.
Þar vinn ég, fáist böls þess bót,
hið bezta’ og hinzta’ í minni víkingu.
Ég opna starfsvið millíónum manna,
ei máske tryggt, en vítt og frjálst til anna.
Akurinn bylgjast iðgrænn; fólk og hjörðu
ég una sé á nýskapaðri jörðu
og festa byggð um hlé við hæðaslóð,
sem hóf af sléttu djörf og iðin þjóð.
Hið innra landið líkist paradis,
en löðurfaldin hrönn við garða rís,
og þegar inn hún ætlar sér að brjótast,
til andstöðu ræðst hver og einn sem skjótast.