Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 25
Skírnir
Goethe tvöhundruð ára
23
Já, ljós er nú sú lausn, er mun ég hljóta!
Svo lýkur allrar vizku hrag:
Hér aðeins sá skal fjörs og frelsis njóta,
sem fær þess aflað sérhvem dag.
Og svo um bemsku-, þroska- og elli-ár
menn etja djarft við stöðugt hættufér.
Hve feginn liti’ eg frjélsan lýð
á frjélsri gmndu keppa ár og síð!
Ég augnablikið hiðja kynni:
„0, bíð þú kyr, þú fagra stund!“
Þau spor, sem eftir urðu á vegferð minni,
má eilífð nein ei þurka’ af gmnd. —
Með hugboð ljúft um himinsælu þá
hins hæsta augnabliks ég njóta má.
Síðan hnígur Faust aftur á bak örendur. Sú stund, að hann
fái að líta árangur þess sköpunarverks síns, kemur aldrei,
svo að hann verður aldrei fullsaddur, en þetta er æðsta augna-
blik hans, þegar hann deyr í hugboðinu um þá stund.
Þá er loks komið aftur að gamla veðmálinu. Mefistófeles
heldur, að nú hafi hann unnið, en eins og oft áður, fer það
á aðra leið. Faust hefur að vísu margt á samvizkunni, en
þorsti hans hefur aldrei slokknað, kappkostun hans aldrei
þorrið. Og, eins og englarnir segja: „Þann, sem aldrei hefur
látið af viðleitni sinni, þann getum við frelsað“. Verkinu
lýkur svo með söng engla og helgra manna, sem flytja sál
Fausts til uppheima.
Þannig endar þetta þá vel. En skáldið kallar verkið þó sorg-
arleik (eine Tragödie). Vera má, að hann hafi þar fyrst og
fremst haft í huga, hve mjög Faust veður í villu og svíma,
þó að hann komist klakklaust af. „Es irrt der Mensch, solang’
er strebt,“ segir Drottinn í upphafi, í viðleitninni er villu-
hætt, maðurinn hlýtur að villast, meðan hann kappkostar
eitthvað. Þetta er skuggahliðin á ferli Fausts, og á ferli
mannsins, „erfðasynd" hans, ef svo mætti segja. Og skáldið
mundi ekki vilja, að menn tækju frelsun Fausts með of mik-
illi léttúð. Jafnvel sá, sem kappkostar, fer villur mörgu sinni,
en hver er frelsun þess, sem sofnar? Og mundu þeir ekki
færri, sem hefðu eldsál Fausts? „Sorgarleikurinn“ um Faust
vekur spurn um annan, enn víðtækari sorgarleik.