Skírnir - 01.01.1949, Side 31
Skírnir
Sigurður málari
29
fjarðar sumarið 1856 gekk hann í skála Þórðar hreðu í Flata-
tungu, og hér gefur um að litast:
„Skálinn í Flatatungu, sem eignaður er Þórði, mun líka
vera hér um bil frá sama tíma (10. öld, segir hann annars
staðar). f manna minnum, sem nú lifa, voru viðirnir í hon-
um í þolanlegri röð, þó er líklegt, að menn hafi áður oft
verið búnir að færa hann saman og minnka hann og breyta
þeirri upprunalegu reglu talsvert. Ég hef sem barn heyrt
mjög marga tala um þennan skála, en því miður man ég
fátt af því, enda er ekki orðið hægt að bæta úr því; sumir
af þeim eru dauðir, en sumir komnir á grafarbakkann og
fást ekki til að gefa neinar upplýsingar.
Það er víst, að hér um bil á öll þil í þessum skála hafa upp-
runalega verið markaðar sögur, og allir Skagfirðingar, sem ég
heyrði tala um skálann, sögðu, að það væri og hefðu verið
markaðir á hann bardagar Þórðar hreðu, er hann átti við
Össur á Grund og Miðfjarðar-Skeggja. Hjálmar Jónsson sagði
mér, að öll þil skálans hefðu verið einlægar orustumyndir
og að höfuð og hendur og fætur hefðu legið eins og hráviður.
Ég man það, að hann tók fram, að myndirnar hefðu verið
stórkarlalegar og grófar, en einmitt þess vegna sagði hann,
að það hefði verið undrunarvert, hvað þó hefði verið lagður
mikill svipur í hvert andlit eftir efninu. Hann tók til þess,
hve þeir, sem börðust, hefðu verið reiðilegir og hve andlitin
á þeim föllnu hefðu verið dauðaleg. Hjálmar sá skálann,
þegar mikill fjöldi af fjölum var enn til og líklega í hinni
fornu röð víða hvar. Hans sögusögn met ég mikils, því að
hann var vel skurðhagur maður og hafði einmitt þess vegna
tekið eftir öllum fornum skálum, hvar sem hann fór. Hann
var og gamall maður og skynsamur og hafði mikla ánægju
af þess konar.
Jónas Hallgrímsson hafði og séð þennan skála. Hann sagði
þannig frá, að á fjalir þær, sem hann sá úr skálanum, hefði
verið markað útlent riddaralið, og hefðu fæturnir verið
höggnir af sumum hestunum og eins fætur og hendur af