Skírnir - 01.01.1949, Side 32
30
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
mönnum. Af riddaraliðinu, sem hér sást myndað, ályktaði
Jónas, að það hefðu verið útlendar sögur, sem markaðar voru
á skálann. Jónas tók og eftir því, að búið var að rugla mynd-
unum úr hinni upprunalegu röð. Menn verða að taka sögur
þessara manna trúanlegar og álíta, að það sé víst, að það
hafi verið markaðar sögur og orustur á skálann.
1856 kom ég að Flatatungu, en þá voru aðeins fáar eftir
af fjölunum; þá var búið að taka þær í reisifjöl á baðstofu og
langböndin yfir þverum myndunum. Var því mjög illt að
sjá þær, en ómögulegt að taka mynd af þeim. Ekki sá ég
hér nein mót fyrir orustu, og ekki sá ég hér neitt vopn, en
þar á móti sá ég, að hér og hvar lágu höfuð, hendur og fæt-
ur af mönnum svo sem afhöggvin, ég tók og eftir því, að
eitt eða tvö höfuð höfðu utan um sig hring eða gloríu og
mig minnir með krossi innan í líkt og oft sést á gömlum
kaþólskum myndum. Flestir af mönnunum höfðu langa stafi
i höndum, mig minnir með litlum hnöttóttum hnapp á efri
endanum, en engum krók. Þeir höfðu allflestir yfirhafnir
eins og síða hökla með kollóttri hettu upp af — heklur.
Ég man ekki með vissu eftir neinum hestamyndum, en einni
fjöl man ég eftir, er einungis voru markaðar rósir á, og má
vel vera, að hún hafi verið höfð til að aðgreina viðburðina
hvern frá öðrum. Allur orustukaflinn hefur því verið eyði-
lagður, þegar ég sá fjalirnar, en þetta, sem ég sá, held ég
hafi átt að vera einhver prósessíón, en hvernig hefur staðið
á þessum lausu höfðum, höndum og fótum, skal ég láta ósagt.
Ég get heldur ekki rengt það, sem hinir hafa sagt, því að
það getur verið, að margfalt meira hafi verið til af fjölun-
um, þegar þeir sáu þær.
Allur útskurðurinn var undarlega einfaldur. Það var bar-
asta djúpur skurður skorinn ofan í slétta fjölina, en ekkert
upphleypt. Samt voru strikin hrein og bein og smiðsleg og
lýstu því, að sá, sem hefur þetta gert, þó að það væri ein-
falt, hafi ekki byrjað á þessum skála, heldur verið vanur
þessu verki.“
1 Flatatungu er fornfræðingurinn ofar í Sigurði en lista-