Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 36
34
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
einfaldir eins og í dauðagrímu.5) Önnur mynd er þarna, sem
sýnir eðlisgáfu Sigurðar. Hi'm er af Gísla Konráðssyni og gerð
áður en Sigurður fór utan eða á fyrsta skólaári hans. Aðra
mynd af Gísla hafði hann áður sorfið með þjalarbroti í blá-
grýtismola, meðan hann sat yfir fé í Skagafirði, en hún hafði
opnað augu Konráðs Gíslasonar fyrir hæfileikum drengsins,
svo mjög þótti honum myndin likjast föður sínum, og varð
þetta m. a. til þess, að Sigurður fékk inngöngu í listaskólann.
Blýantsteikningin er gerð með nákvæmni og vandvirkni, en
það eru eðliseinkenni Sigurðar, þegar hann vill nokkuð við
hafa.
Einstaka sinnum bregður fyrir skopi í teikningum Sigurð-
ar. Tvær myndir skera sig úr, önnur er tímasett í maí 1849,
en hin er með vissu gerð í Reykjavík eftir að hann er tek-
inn til við altaristöflurnar. Fyrri myndin er af Pétri Guð-
mundssyni, bróður málarans. Þetta er litmynd, gerð af lít-
illi kunnáttu, en mikilli leikni og glöggu auga fyrir skopleg-
um hlutföllum, bróðurleg smáhnúta frá 16 ára listamanni til
17 ára sparíbúins vinnumanns. Þess má geta, að gott var
ávallt milli þeirra bræðra, Sigurður studdi Pétur af fremsta
megni, þegar hann kom suður og settist á skólabekkinn á
þrítugsaldri, en skólalærdómi Péturs lauk með því, að hann
var kallaður til prests í Grímsey beint úr Lærða skólanum
í marz 1868. Pétur gegndi prestsþjónustu í Grímsey til 1894
og andaðist 1902.
Hin skopmyndin er á lausu blaði innan um ýmiss konar
teikningar, sem flestar eru trúlegast frá Reykjavíkurárunum.
Blaðið er skorið úr pappírsörk með mjög greinilegu vatns-
merki og eru hlutar úr sama vatnsmerki á tveimur öðrum
blöðum þarna í safninu, en svo vill til, að á öðru blaðinu er
riss af Kristshöfði. Skopmyndin er af ungri stúlku í flegnum
blúndukjól, horfir hún niður fyrir sig eða öllu heldur ofan á
blúndurnar, sem koma upp að hálsmálinu eins og digrir
griðkufingur. Hún virðist því horfa í gaupnir sér, einstaklega
einfeldnisleg á svipinn, feimin og íbyggin, en utan um höf-
uðið er bjart sem af geislabaugi. Á hinu blaðinu var Krists-