Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 38
36
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
mynd, einasta myndin í safni Sigurðar, sem hnígur að und-
irbúningi altaristaflna. „Mér liggur við að hlæja stundum,
þegar ég sit fyrir framan þessar Kristamyndir, sem reyndar
er fjarst skapi mínu að mála af öllu,“ segir hann í bréfi í
ágústmánuði 1868. Það skyldi ekki vera, að „madonnu-mynd-
in“ hafi orðið til á einhverri slíkri stundu?
1 leiksviðsmyndum sínum er Sigurður ratvís á tignarlegt
útsýni og stórbrotnar klettaborgir. Á hans dögum var lands-
lagsmálverkið skammt á veg komið í Danmörku. Eckersberg
var þar brautryðjandi, en lærisveinn hans var Constantin
Hansen. Lundbye, skólabróðir Sigurðar, kemur og hér við
sögu, en landslagsmyndir Sigurðar eiga alls óskylt við verk
þessara manna, nema hvað Lundbye var hrifinn af fornum
haugum, en Sigurður af fornöldinni allri. Hann er til með
að teikna landslag, ef hann hefur pata af því, að það hafi
verið baksýn atburða í fornöld. Þannig teiknar hann hávað-
ana í Öxará, þar sem áin fellur í hyl, og gerir þá athuga-
semd neðan við myndina: Hér sátu Þórurnar tvær, Sturlunga
1197. Aðrar Þingvallateikningar hans eru eftir þessu, sögu-
stöðvar eða yfirlitsmyndir, en eina vatnslitamynd úr Al-
mannagjá hefur hann gert með það fyrir augum, að hana
mætti hafa í leiksvið. Með sanni verður Sigurður talinn fyrst-
ur leiktjaldamálari á íslandi, og eru leiksviðsteikningar hans
hinar merkustu þegar af þeirri ástæðu, en þær bera af um
nákvæmni og smekkvíst verklag og gætu í því efni verið til
fyrirmyndar enn í dag.
1 rauðmálaða koffortinu, sem kom úr Grímsey á Þjóð-
minjasafnið, frá séra Pétri, bróður Sigurðar, voru bréf hans,
sem séra Pétur hefur safnað, ritgerðir, teiknibækur, dagbæk-
ur og urmull mynda á lausum blöðum. Kennir þar margra
grasa, en mest ber á vopna- og búningamyndum, kvensilfri
og gosbrunnum, sem Sigurður vildi um fram allt koma upp
í Reykjavík bænum til prýði. Sérstaka athygli vekur teikni-
bók með íslenzkum fornmyndum. Með dæmafárri nákvæmni
hefur hann safnað í eina bók öllum myndum, sem hann gat
fundið í miðaldahandritum íslenzkum. Er safnið bæði stórt