Skírnir - 01.01.1949, Síða 43
Skírnir
Sigurður málari
41
sig ókennilega. Ég skal aðeins koma með fá dæmi úr sög-
unum. 1 Bragða-Mágusar sögu 24 segir svo um búning Mág-
usar, þegar hann bjó sig út sem trúð eða leikara: „Á grímu
hattarins var gjör ásjóna. Hún var mjög ellileg, með löngu
og síðu skeggi, það var hvítt af hærum sem drífa. Þessi ásjóna
var sköllótt og hafði hrukkur margar á enni.“ Auðséð er,
að þessi gríma hefur verið máluð með vanalegum andlitslit.
1 sögunum er svo oft talað um grímur, að það yrði of langt
að telja. f Flateyjarbók, kap. 274, segir þannig frá um útbún-
ing Hallfreðar, er hann fór til Þorleifs spaka og vildi dylj-
ast fyrir honum. „Hann tók sér stafkarlsgervi og breytti sem
mest ásjónu sinni. Hann lét leggja lit í augu sér og sneri
hvörmunum út og lét ríða kolum og leir í andlit sér. Hann
lét gera sér mikið skegg og lét það líma við höku sér og
kjálka. Var hann þá með öllu ókennilegur og gamallegur.“
— Lík þessu er lýsing á útbúning Þorleifs jarlaskálds, er
hann heimsótti Hákon jarl; þar segir og, að Þorleifur bjó
sér stafkarlsgervi og batt sér geitarskegg.
Þó að þetta sýnist ómerkilegt, þá sýnir það samt, að Forn-
íslendingar hafa þekkt að mála grímur með hörundslit, og
eins hafa þeir þekkt að mála á sér andlitið og setja skegg á
sig, er þeir vildu dyljast eða leika á aðra. Þessar lýsingar
gefa og til kynna, að þeir hafi verið talsvert æfðir í því,
því að enginn grunaði þessi svik þeirra, þó að þeir stæðu
nálægt þeim eða töluðu við þá. Ég hygg því, að leikarar og
trúðar hafi almennt haft þennan útbúnað, er þeir léku leiki
þá, er þess konar útbúningur átti við. Og margt bendir á, að
menn hafi á vikivökum haft líkan útbúning og að það hafi
brugðið fyrir á þeim tegund af grímudönsum og jafnvel teg-
und af dramatískum leikjum sem margt bendir á. Þær yngstu
grímur, er menn þekkja á íslandi á þessari öld, voru ekki
málaðar, heldur prjónaðar, og oft var bryddað kringum augu
og nef, en menn verða að aðgæta, að þá voru vikivakarnir
horfnir með öllu og allar þess kyns skemmtanir.“