Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 44
42
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
Vinir Sigurðar málara skyggndust stöku sinnum inn fyr-
ir þá grímu, sem hann har alla ævi fyrir réttri ásýnd sinni.
Oftast misskildu þeir hann. Hann var „merkilegt dæmi þess,
hversu menn eru samvaxnir þjóð sinni, og hversu andans
menn skapast af sínum tíma,“ sagði Páll Briem. Sannleik-
urinn var sá, að Sigurður Guðmundsson var hálfri, ef ekki
heilli, öld á undan samtíð sinni að íþrótt og andans gjörvu-
leika, en svo var hann samvaxinn lítilli þjóð, að það stóð
honurn fyrir þrifum. Vinir hans báru í bætifláka fyrir kenj-
ar hans í stað þess að lúta skapandi ímyndunarafli hans í
auðmýkt. Þeir þóttust sjá hans mein, en hann sá mein ald-
arinnar. Hann var hvass prófandi, kjörinn til forystu, en
grotnaði niður í sérvizku. Það gerði andrúmsloftið í litlu bæj-
arfélagi. En þegar vinir hans sáu rétta ásýnd hans, ægði þeim.
Einn þeirra, þjóðskáldið, komst inn að kvikunni í listamanns-
sál hans — þá lá Sigurður nár í Davíðshúsi. Hann kvað:
Inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð.
Hver er sá, sem stynur þar á beð?
Maðkur og ei maður sýnist sá;
sár og kaun og benjar holdið þjá.
Hár er þétt og hrokkið, hvítt og svart,
himinhvelft er ennið, stórt og bjart,
hvöss og skörp og skýrleg kinn og brún,
skrifað allt með helgri dular-rún.
Hér er dánar-beður dýrðlegs manns,
Davíðs konungs þessa jökullands.
Því er dimmt í þjóðhöfðingjans rann?
Því er engin hirð um slíkan mann?
Komið nú með hjartnæm hryggðar-tár,
hreinsið þessi banvæn7) fúa-sár. —
Nei! Þess þarf ei. — Heimsins hjálp er sein,
hann sá yðar, þér of seint hans mein!