Skírnir - 01.01.1949, Side 46
44
Lárus Sigurbjörnsson
Skirnir
Athugasemdir.
1. Áætlun Sigurðar um altaristöflur í 3 konungskirkjur í Vestur-Skafta-
fellssýslu: Prestsbakka-, Langholts- og Þykkvabæjarkirkju.
2. Bréf til Steingríms Thorsteinssonar, dags. 3. nóv. 1865.
3. Sigurður hefur hvarvetna „íþrótt" um list, eins talar hann um mynda-
smið, mann, sem málar, sker út eða heggur myndir. „Að taka mynd“
táknar auðvitað að draga upp eða mála mynd af einhverju. Ljós-
myndavélin var ný á dögum Sigurðar.
4. Uppdrættir Sigurðar eru prentaðir í Friðþjófssögu, í ritgerð hans um
Alþingisstað hinn forna við Öxará (Khöfn. 1878) og i Njáluþýðingu
Dasents.
5. Myndin er við greinarlok.
6. Sigurður hefur 4 greinir með sjálfstæðum fyrirsögnum i lok erindis
síns: 1. Gluggamálverk, 2. Tréstungur, 3. Trúðmálverk og 4. Háð-
myndir, en síðasta greinin er óskrifuð, fyrirsögnin ein.
7. Hér er vikið til einu orði. Matthias hefur í prentuðu kvæði sínu
orðið: „líkþrár“, og er ljóðlínan þá: hreinsið þessi Vík-þrár fúa-sar.
(Undirstrikun mín.).
8. Til stuðnings tilgátu minni um tilefni kvæðisins vísast annars til
greinar minnar i Skírni 1946: Sigurður Guðmundsson málari og Smala-
stúlkan. Auðvelt er að skyggnast betur um i smiðjunni hjá skáldinu
en þar er gert. „Davíðshús" minnir þegar í stað á Davíð konung, og
„raptusinn" frá konungsheimsókninni 1874 endist skáldinu til að tala
um þjóðhöfðingja og hirð, einkanlega í sambandi við Sigurð, því að
mikið og gott starf hans vegna undirbúnings þjóðhátíðarinnar hafði
verið lítilsvirt af landshöfðingja, og menn voru gramir yfir því, að
konungur skyldi ekki sæma hann einhverju. 1 síðasta erindinu er
glögg og átakanleg lýsing á dauða-grímu Sigurðar, því að hár hans,
mikið og hrokkið og sjálfsagt svitastorkið eftir dauðastriðið, hefur
minnt á þyrni-kranz um höfuðið.
Grein þessi er hin siðasta í greinaflokki, sem birzt hefur í Skírni um
Sigurð málara. Ef greinir þessar eru lesnar í samhengi munu menn sjá,
að hér er reynt að gefa mynd af: Manninum, Félaginu og Málaranum.