Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 47
GUNNAR GUNNARSSON:
NORÐURLÖND OG NORRÆN SAMVINNA
Það þarf ekki nema að líta á landabréf til að sannfærast
rnn, að það er síður en svo, að Norðurlöndin fimm og Fær-
eyjar séu nein landfræðileg heild. Það þarf ekki nema að
koma á norrænt mót til að sjá og heyra, að það er engan
veginn ein og sama þjóðin, er í þessum fimm eða sex lönd-
um situr. Innan sumra þeirra eiga heima allókeimlíkir
menn, sem meira að segja skilja varla eða ekki mállýzkur
hver annarra. Eigi að síður er það svo, að það er nægilegt
að bregða sér út yfir landamæri Norðurlanda til að ganga
úr skugga um, ótvírætt, að þau samt sem áður eru ein órofa
heild og Norðurlandabúar ein og sama þjóðin, að heita má,
— ein og sama þjóðin, þegar út yfir þessi landamæri kemur.
Þjóðirnar sex eru að vísu steyptar í mótum ólíkra lífskjara
og tungutaka, en sameiginlegar hugsjónir og furðu sam-
ræmd réttlætiskennd binda þær í eina heild. Auk þess liggja
blóðbönd að baki.
Þegar litið er á innri og ytri skyldleika og samhæfni
Norðurlandabúa, hlýtur það að valda furðu, að ekki skuli
enn hafa lánazt að sameina þjóðir þessar — ef ekki undir
eina stjórn, þá að minnsta kosti í ríkjatengsli: bandaríki ein-
hverrar tegundar — til styrktar og tryggingar samnorrænni
menningu, hagsmunum og hugsjónum. Tilraunir í þá átt
hafa verið gerðar, svo sem kunnugt er, fyrr og síðar, af meiri
og minni alvöru og raunhæfni. Fram til þessa dags hafa all-
ar slíkar tilraunir annað tveggja leitt til skammvinns sam-
bands eða farið út um þúfur: sú síðasta alveg nýverið. Vit-
anlega liggja að því ýmis rök, ytri og innri, að þannig hefur
til tekizt, en þó alveg sérstaklega — að eg hygg — einstak-
3 b