Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 48
46
Gurniar Gunnarsson
Skímir
lingshyggja sú, er svo mjög auðkennir Norðurlandabúa, að
hún líklega verður að teljast snarasti þátturinn í skaplyndi
voru, — þessi einstaklingshyggja, sem mörgum hefur vafa-
laust verið mikill styrkur að, en þó sjálfsagt fleirum orðið
hált á.
Það er eitt aðaleinkenni mannlegs lífs, að vér lifum á
hverfanda hveli. Mannhaf það, er umlykur kringlu heims,
á í því sem fleiru sammerkt við útsæinn, að þar gætir flóðs
og fjöru, skiptast á tímabil ólgu og eirðar. Það á sér ekki
ýkjalangan aldur, að Norðurlandabúar geti öðrum fremur
talizt Friðfróðar. Ef trúa má skráðum heimildum — Fom-
aldarsögum Norðurlanda, Noregs konunga sögum, Sturlungu
—- voru grimmd og vígaferli ekki ótíðari um Norðurveg en
annars staðar, á þeim öldum, sem þar um ræðir. Aðalhug-
sjónir forfeðra vorra virðast hafa verið hugdirfð og dreng-
skapur: hetjuskapur hvers konar. Þótti blauður hver sá, er
ógjarna vildi blóði út hella eða sóttist eftir að firra vand-
ræðum. Kvað svo rammt að þessu, að það er jafnvel ekki
laust við, að skuggi frá þeim hugsunarhætti falli á friðar-
hetjur eins og Njál og Hall. Enn á vorum dögum er það svo,
að heitið víkingur hefur mtt sér sæti við háborð heimsmál-
anna, þykir veglegt um heim allan og beztur hver sá, er
beinast fær rakið ætt sína til herkonunga og hrekkjalóma.
Hins vegar dæmum vér og fordæmum að sjálfsögðu harð-
lega þá, er á vorum dögum gera sig seka í ránskap og grip-
deildum: nauðga konum og nema brott, hafa hjarðir ánauð-
ugra manna sem svín í stíum — en einmitt á slíku fram-
ferði og því líku byggðist að allverulegu leyti velgengni hinna
dáðu forfeðra vorra, víkinganna. Tvískinnungur af þessu
tagi er annars aldagamalt fyrirbrigði í mistmðum hugar-
fylgsnum flaumósa mannkyns. Það er svo sem engin ný bóla,
hérlendis né erlendis, að færa Hvítakristi fórnir, einkum
orðfórnir, en heita á Þórr eða annan af því tagi til stórræð-
anna.
Því miður hefur reynslan sýnt það oftar en einu sinni, að
Norðurlandabúar em skjótari til að játast fögrum hugsjón-
um um frið og mannhelgi en að búa sig undir að standa