Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 50
48
Gunnar Gunnarsson
Skírnir
eða hvort þeim eru önnur sköp skorin á örlagakeflið en þau,
að fá að vinna saman að eflingu, framgangi og vemd þeirra
hugsjóna, er sameina oss Norðurlandabúa, flesta hverja.
Það vill sem sé svo einkennilega til, að Norðurlandabúar,
afkomendur varglyndra víkinga og gleiðir af göfgi ættstofns
síns, eins og áður var getið, hafa gerzt málsvarar hugsjón-
anna um frið og mannhelgi flestum öðrum fremur í veröld
og meðal mannkyns, er vissulega þarf á því að halda að
heyra ekki aðeins falleg orð, heldur einnig við og við sjá þess
dæmi, að til séu menn, er að minnsta kosti hafi fullan vilja
á að haga breytni sinni í samræmi við játaðar (og marg-
upptuggnar) hugsjónir sínar. Og hvað sem öðm líður verð-
ur það varla af Norðurlandabúum skafið, að friður og jafn-
rétti em ekki -— að minnsta kosti ekki enn sem komið er —
aðeins orð í munni.
1 tilveru vorri, andstæðuríkri og öfgakenndri, virðist
stundum tilviljun ein öllu ráða. Samt er það svo almenn
reynsla, að óþarft mun að tilfæra dæmi, að breytni hvers
einstaklings í hinu mikla mannhafi skiptir alla jafna miklu
máli, jafnt í smáu sem stóm, og hvað þá heilla þjóða? —
hvað þá um samstæður þjóða? — bandalög og bandaríki ým-
iss konar? Það fylgir því feiknaábyrgð fyrir hvem einstak-
an, að stýra fleytu sinni frá ódáinsmóðu upphafsins til Hvarfs-
ins mikla, er oss allra bíður. Og vitanlega tvöfaldast ábyrgð-
in og margfaldast, þegar þar að kemur, að leiða lýðinn, að
ráða ríkjum.
Nú sem komið er, virðast menn yfirleitt sammála um það,
að andvaraleysi það um framtíðina, er ríkti á Norðurlönd-
um milli heimsstyrjaldanna tveggja, hafi orðið þrem þeirra
(og má vera fleirum) með ódæmum dýrt, bæði á eina lund
og aðra. Ekki mun laust við, að það hvarfli jafnvel að sum-
um Norðurlandabúum, að öflugt, einhuga og ótrautt varnar-
bandalag hefði ef til vill verið þess megnugt að firra Noreg
og Danmörku hörmungum hertökunnar, og að vel mætti
vera, að Rússar hefðu ekki ráðizt á Finnland, hefði það í
stríðsbyrjun verið aðili slíks bandalags. Norðmenn eru hætt-
ir að tala um að þeir séu utan hættusvæðisins. Og ekki var