Skírnir - 01.01.1949, Page 51
Skírnir
Norðurlönd og norræn samvinna
49
því flíkað í viðræðunum á fyrra vetri, að Danmörk vildi
ekki „gerast varðhundur Norðurlanda11, eins og Stauning sál-
uga fórust orð í Lundi laust fyrir hretið mikla.
Enginn vafi leikur á því, að heztu menn og almenningur
þriggja landa stóð nær einhuga að baki tilraunum þeirra um
að sameina Svía, Norðmenn og Dani í varnarbandalag, sem
getið var hér að framan, að áttu sér stað veturinn 1948—49.
Hver tilraunin eftir aðra var gerð til að finna grundvöll,
er allir aðilar gætu sætt sig við. Ætla má, að nær hverjum
manni, er hlut átti að þessu mikilsverða máli, hafi verið að
fullu ljós sú alvara og sá örlagaþungi, er að baki bjó. Á
endanum varð grundvöllur fimdinn — svo fremi samningar
næðust við óskyldan aðila, er einmitt þá stundina hafði á
hraðprjónum annað og ólíkt víðtækara varnarbandalag. Banda-
lag, sem Svíar, sérstakrar aðstöðu sinnar vegna, ekki sáu sér
fært að bindast. Það samkomulag náðist ekki. — Síðan fór sem
fór: Norðmenn og Danir gerðust aðilar að Atlantshafsbanda-
laginu, og sitja nú Svíar æði einmana með hlutleysi, sem
hefur fleytt þeim gegn um tvær stórstyrjaldir, og sem þeir
ætla að reyna að trúa á og treysta einnig til frambúðar.
Hver mundi dirfast að liggja þeim á hálsi að óreyndu fyrir
varfærni þeirra um víðtækara bandalag? I heila öld og aldar-
þriðjung, fyllilega þó, hefur hlutleysi þeirra haldið þeim utan
styrjalda, þar á meðal tveggja þeirra ógurlegustu átaka, er
yfir fárátt mannkyn hafa dunið. Drengilegra mun að líta á
það sem dirfzku, er jaðri við hetjuskap, að þeir eigi að síður
tóku í mál að ganga í varnarbandalag við Noreg og Danmörku.
— Þá er og eigi með nokkurri sanngirni hægt að álasa Norð-
mönnum fyrir, að þeir treystust ekki til að veikja í neinu sam-
heldni sína við vopnabræðuma úr síðustu styrjöld. Það er
skaplyndi Norðmanna, að vænta aðeins stuðnings aðila, er
þeir sjálfir vilja fullan stuðning veita, og mátti enginn skuggi
falla á þá staðreynd. — Danir, er upptökin munu hafa átt
að samningunum, höfðu þar ekkert úrslitavald og urðu að
hlíta þvi, sem fram fór, þó með harmi væri og kvíða.
Hið eina, er hefði getað bjargað vamarbandalagi þessara
þriggja úrvalsþjóða, stýrt því heilu í höfn, var, að skilningur