Skírnir - 01.01.1949, Síða 52
50
Gunnar Gunnarsson
Skirnir
hefði verið fyrir hendi vestan hafs á því, að það væri engu
síðri trygging í því, að hafa Norðurlöndin þrjú í vamarbanda-
lagi, hliðstæðu Atlantshafssáttmálanum, óklafabimdnu, en
hinu, að hafa Danmörku og Noreg innan þess sáttmála, en
Svíþjóðu — einangraða — utan. Mun vankunnáttu meira en
vísdóms hafa gætt í afstöðu Bandaríkja Norðurameríku til
þessa máls. Til em menn vestra, er þegar sjá glögglega, hver
mistök hér urðu á. Enda hrapað að málum þessum um skör
fram. Það er allajafna svo erfitt fyrir jötunþjóðir að taka
dvergþjóðir og málefni þeirra alvarlega. Hinu á ég örðugt
með að trúa, að ókleift hefði reynzt eftir á að fella vamar-
bandalag þessara þriggja norrænu ríkja inn í önnur og víð-
tækari samtök til varnar friði, frelsi og mannréttindum. En
til varnar þessu þrennu (vitanlega fyrst og fremst innan eig-
in landamæra) var það, að norrænu þjóðirnar vildu bindast
eiðstöfum. Og standa Norðurlandabúar, ef ekki allir með tölu,
þá þó lang-flestir að baki þeirra hugsjóna.
Til þess að vemda þær enn betur, þyrftu Norðurlönd að
bindast samtökum, er yrðu að vera meira en menningarleg
samvinna, — að henni ólastaðri. Það þarf fyllri samtök og
fastara aðhald en nú er fyrir hendi til að vernda um aldur
fram samnorræna menningu. Og jafnvel þó Island sé þannig
sett, að hnattstaða þess ein fyrir sig — þó ekki væri annað
— geri það óhugsandi, að hin Norðurlöndin geti nokkura
vernd oss veitt, þegar til styrjaldar kemur, eigum vér Islend-
ingar eigi að síður heima í norrænu bandalagi. Einmitt þetta
varnarleysi vort og sú staðreynd, að land vort mun að skot-
spæni haft og gert í öllum orrahríðum héðan í frá, og vér því
hlíta verða góðsemi sigurvegarans eða hinu gagnstæða að
styrjöld lokinni, gerir það að verkum, að oss er bráð nauðsyn
bandalags við þá, er oss em náskyldastir. Nema því aðeins
að vemdun tungu vorrar, þjóðernis og þjóðfrelsis sé orðið
oss auvirðimál. Sem vitanlega ekki er.