Skírnir - 01.01.1949, Page 53
LÁRUS SIGURBJÖRNSSON:
FRÁ ÞJÓÐLEIKHÚSINU ÍRSKA OG NORSKA
HugleiSingar um leiklist og leikhús.
Síolta teine.
I.
Ég skil ekki orð í írsku. Og þó sækja á mig tvö orð, sem ég
hef lesið og fengið skýrð í riti um skáldið John Millington
Synge eftir Daniel Corkery. Þessi tvö orð úr framandi
máli liggja mér á tungu, er ég renni huga til þess, sem fyrir
augu bar í leikhúsunum í Dublin og í skólastofu vestur á
Ros a’ Mhíl (Hvalhöfða) í Connemara, þar sem leikflokkur
frá Galway var á ferð. Ég þýði orðin í huganum: Falinn eld-
ur, en er hvergi nærri ánægður. Síolta teine þýðir: Sæði elds,
og það er frjóvi þrunginn kraftur beggja orðanna, sem lýkur
upp fyrir sama hugblæ og gagntekur mann á áhorfandabekk,
þegar írskir leikarar leika.
Falinn eldur er búmanns hugtak. Varúð og fyrirhyggja
fylgir verknaðinum; samnorrænt kaldlyndi stígur upp af
öskustó, þar sem eldur hefur verið falinn. Síolta teine brenn-
ur á tungunni, svíður í huganum — sæði elds.
Leikhúsið, sem ég sit í, er litlu stærra en Iðnó. Hreinna
er það ekki, en sætin eru óneitanlega betri. Uppi á lofti situr
kærustupar í fremstu röð og helzt í hendur, niðri sitja nokkr-
ar hræður á strjálingi. Klapp eða samúðarvottur heyrist ekki
frá þessum fáu áhorfendum, skrjáf í sælgætispoka fer eins og
hávært kvis um salinn.
Það er verið að leika á írsku í sjálfu þjóðleikhúsi Ira.
Og vitaskuld skil ég ekki orð.
En hvað eftir annað seitlar þessi tilfinning frá banakringlu
og niður í spjaldhrygg og hríslast út í allar taugar: Hér
brennur eldur undir, — nei, hér er sáð eldi.