Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 55
Skírnir
Frá þjóðleikhúsinu írska og norska
53
I afskekktu sveitaþorpi í Vogesafjöllum fremur borgarstjór-
inn þá óhæfu að myrða pólskan gyðing til fjár, en gyðing-
urinn hefur leitað hælis hjá honum í stórhríð og aftaka veðri.
Morðið kemst ekki upp, en samvizkan slær borgarstjórann,
er hann telur fram heimanmund dóttur sinnar, sem er gefin
ungum lögregluforingja. Felmtri slær á boðsgestina, er borgar-
stjóri grýtir gullinu á gólfið, og er honum fylgt til sængur.
Sofnar hann nú, en vaknar við illan draum, að gyðingurinn
er kominn Ijóslifandi og fer ekki einn saman, heldur fylgja
honum draumverur margar, meðal þeirra vinir og boðsgestir
úr brúðkaupinu, og snýr þetta fólk baki við borgarstjóranum,
er hann fremur fólskuverk sitt að nýju, tilneyddur af ströng-
um dómstóli. Líður svo af nóttin, því að þetta var draumur
einn — en þegar fólkið kemur á fætur um morguninn, liggur
borgarstjóri örendur í rúmi sínu, hengdur án snöru og gálga.
Út úr þessu ævintýri fékk Sir Henry Irving, hinn frægi
enski leikari, stórbrotinn leik í hlutverki borgarstjórans, að
öðru leyti var hljótt um leikritið, nema hvað ýmsir freistuð-
ust til að taka það upp að dæmi Irvings. Og svo féll það í
mitt hlutskipti að sjá þennan leik, leikinn á írsku í Abbey-
leikhúsinu, fyrstu kynni við þá virðulegu stofnun.
Að þessu öllu athuguðu má nú ljóst vera, að þeirra beið
þrautin þyngri, leikaranna á leiksviðinu, að sigrast á skiln-
ingsleysi mínu, mállauss mannsins, og andúð á verkefni
þeirra. En það er sannast orða, að hvað eftir annað náði leik-
flokkurinn heildaráhrifum, sem smugu gegnum merg og bein.
Engum einum leikanda var fyrir þetta að þakka. Aldrei
var hægt að festa auga við einn einstakan leikanda og segja:
„Þessi leikur afburða vel“. Enginn þeirra lék afburða vel.
Ekki einu sinni vinur minn Éamon Guailli, sem stóð í spor-
unum hans Henrys Irvings. Þrátt fyrir glæsimennsku hans,
mjúka og viðfelldna rödd, hnitmiðaðar hreyfingar, var hann
oft eins og viðutan í hlutverkinu, að maður minnist nú ekki
á manninn, sem spígsporaði í nærskornum Napoleons-buxum
og í rauðum hermannsjakka inn á leiksviðið með sígarettu-
stubb á bak við eyrað. Það var ekki frammistaða einstakra
leikenda, góð eða ill, sem einkenndi þessa leiksýningu. Nær-
4