Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 56
54
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
tæbt er að benda á, að samleikur þeirra hafi verið góður. Hann
var það, en skorti þó oft myndugleik og glæsibrag, sem maður
sér tíðast hjá meiri háttar ensbum leikflokkum.
Það, sem öðru fremur einkenndi leikinn, var kliður hins
mælta máls, stundum mjúkur, stundum harður, stígandi og
fallandi hljómsveiflur, aldrei tilbreytingarlaust nöldur á brokk-
gangi, sem stundum heyrist hér á leiksviði og oftast í útvarpi,
þar sem r-hljóð og s-hljóð stinga upp kollinum eins og stak-
steinar á illa lögðum vegi og móvagn hlunkast eftir veginum.
Innsýni fékkst miklu frekar fyrir hughoð eða getspeki ein-
stakra leikenda, sem skópu markverðar persónur af litlum
efnivið, heldur en fyrir tæbnibrögð. Hins vegar hafði maður
á tilfinningunni, að þá skorti dirfsku til þess að klæða hio
fráleita viðfangsefni há-rauðri viðhafnarskikkju andlægrar
rómantíkur, með öðrum orðum og á nokkurn veginn skiljan-
legu máli, þeir höfðu gát á sjálfum sér, slepptu ekki fram af
sér persónuleika sjálfs sín í hlutverkinu, gengu ekki upp í
hlutverkinu sem maður segir.
En hvemig kemur nú þessi gagnrýni heim við hina furðu-
legu staðreynd, að leikflokknum tókst einatt að hrífa mig með?
Ég held, að skýringin sé sú, að ég hef samhyggð með viðleitn-
inni, þó að tilraunin sé svona ankannaleg, og ég finn til skyld-
leikans á milli leikaðferðarinnar, sem ég hef fyrir augum,
og þeirrar, sem ég þekki svo vel að heiman. Beztu leikendur-
minningar mínar frá Iðnó leiða fram í huganum sams konar
myndir, hikandi, fálmandi, leitandi fyrir sér, en brjótast svo
allt í einu út í myndum lifandi fólks, sem maður á að kunn-
ingjum ævilangt, eins og þá Jóna, nafnana í „Fjalla-Eyvindi“
og „Gullna hliðinu“, kerlingarnar þeirra báðar og annað elsbu-
legt fólk. Og eins og maður kannist ebki við þessa sóun á list-
rænum hæfileikum við fráleit viðfangsefni, þegar seilzt er
eftir fokstrám af fjarlægri ströndu í stað þess að kurla heima-
tekinn við.