Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 57
Skírnir
Frá þjóðleikhúsinu írska og norska
55
III.
I Abbey-leikliúsinu eru uppi tvær stefnur, báðar þjóðlegar,
hvor upp á sína vísu. Aðra, og hina ríkjandi, mætti nefna
eftir bókmenntunum, sem hún styðst við, ensk-írsku stefn-
una. Frægð leikhússins og meginþýðing þess í þjóðlífinu hef-
ur fram að þessu verið tengd þessari stefnu. Hún hvílir
traustum stoðum á verkum stofnenda leikhússins og fyrstu
stjómenda, en það vom William Butler Yeats, Lady Gregory
og John Millington Synge. Leikhúsið varð vígi þessara skálda
og annarra, sem gerðu garðinn frægan. Lennox Robinson,
John St. Ervine, Sean O’Casey og Vincent Carroll færðu leik-
húsinu merkileg viðfangsefni, sem orð fór af víða um heim.
Stofnendurnir eru dánir, og af hinum kunnu rithöfundum
heldur Lennox Robinson einn tryggð við leikhúsið. Hann á
sæti í stjórn þess, í ræðu og riti málsvari hinnar gömlu stefnu
leikhússins. Hinir hafa allir setzt að í Englandi og rita yfir-
drepslaust fyrir hinn enskumælandi heim.
Hin stefnan á öflugan bakhjarl, þar sem er Gaelic League,
Irska félagið, og hún heldur fram leikritum á hinni fornu
þjóðartungu Ira. Leikrit á írsku hafa verið sýnd öðru hvoru
svo að segja frá fyrstu tíð leikhússins; mætti nefna leikrit eftir
Douglas Hyde, síðar forseta Irlands, sem sýnd voru um alda-
mót, áður en leikflokkurinn fékk inni í núverandi leikhúsi
fyrir drengilega aðstoð enskrar konu, ungfrú Hornimann. En
írskra leiksýninga gætti lítt í hinni enskumælandi höfuðborg,
og ekkert leikritaskáld á borð við nokkurt hinna ensk-írsku
hefur komið fram. Þrátt fyrir það setti fyrsta fjármálastjóm
fríríkisins það skilyrði fyrir aukinni fjárveitingu til leikhúss-
ins, að það fjölgaði írsku leiksýningunum til muna, og þá-
verandi fjármálaráðherra, Ernest Blythe, er nú aðalforstjóri
leikhússins. Að undirlagi hans hefur sú kvöð verið lögð á alla
leikendur, að þeir séu jafnvígir á írska og enska tungu. Sætti
þessi ráðstöfun hinni hörðustu gagnrýni, og ekki að ástæðu-
lausu, því að margir hinna beztu leikenda hurfu heldur frá
leikhúsinu en að leika á írsku, sem var ekki daglegt mál þeirra
og margir hinna eldri höfðu ekki einu sinni lært í barnaskóla.
4»