Skírnir - 01.01.1949, Síða 58
56
Lárus Sigurbjömsson
Skírnir
Þetta var ein af ástæðunum til þess, að leikhúsið setti jafnt
og þétt ofan, og var svo komið veturinn 1947—48, að list-
elskandi menn risu upp í sjálfu leikhúsinu meðan á sýningu
stóð á einu hinna fornfrægu leikrita Seans O’Caseys og mót-
mæltu meðferð leikenda og allri stjórn leikhússins. Haustið
1948, er ég var viðstaddur nokkrar sýningar í leikhúsinu,
hafði leikhússtjórnin gert þær ráðstafanir til úrhóta, að hún
hafði ráðið Walter Macken, helzta leikarann í Galway, til
leikhússins og kvatt heim aftur leikkonuna Ríu Mooney, sem
leitað hafði vegs og frama í Bandaríkjunum að dæmi margra
annarra írskra leikara. Galway-leikhúsið er eina leikhúsið
í veröldinni, þar sem eingöngu er mælt á írska tungu, enda
má heyra írsku og ensku jöfnum höndum í bænum, og í ná-
grenni bæjarins eru fjölmennustu írskumælandi héruð lands-
ins. Sjálfur Yeats hafði kennt Ríu Mooney framsögn, en hann
var manna vandlátastur á því sviði, en auk þess sem hún er
dugandi leikkona, leikur henni í hendi öll leikstjórn.
Þó að hér séu nefndar stefnur og mætti ætla eftir orðun-
um, að þeim fylgdi málþóf líkt og á sér stað í Noregi eða
hörku-stríð eins og finnskunnar við sænskuna í Finnlandi, þá
ber að gjalda varhuga við slíkum skilningi. frar eru í heild
enskumælandi. Undantekningamar, fáein héruð með um 80
þúsund íbúum, sanna á áhrifaríkan hátt allsherjarvald ensk-
unnar. Á eyjum úti, á annesjum, í hrjóstmgum fjalla- og
heiðahyggðum er þjappað saman afkomendum fólks, sem flýði
undan báli og brandi Cromwells og fékk að halda landi, sem
enginn skozkur eða enskur innflytjandi ágirntist. Kúgun og
harðrétti var kostur þessa fólks. Svar þess vom vanmáttugar
en blóðugar uppreistir; það uppskar hungursneyð. Ef vesal-
dómm- og fátækt hefðu ekki haldið aftur af fólkinu, hefðu
Ameríkuferðimar gert landauðn, — þá hefðu einnig þessi
fáu héruð verið enskumælandi. En svo einfalt er dæmið ekki,
að hinar fáu þúsundir séu einar réttbornar til hins forna arfs,
máls og menningar fra, fjarri fer því. Hvað sem líður írsku-
kunnáttu hinna þriggja milljónanna, sem írland byggja —
og ekki er hún upp á marga fiska hjá öllum almenningi í
höfuðstað landsins — þá hafa enskumælandi írar engu