Skírnir - 01.01.1949, Síða 59
Skírnir
Frá þjóðleikhúsinu írska og norska
sr
síður tekið við og varðveitt þjóðleg verðmæti. Undir þykku
lagi enskrar, hálf-enskrar eða írsk-enskrar menntunar, upp-
eldis og siða, varðveitir hver Iri í hjarta sínu hluta hins „hulda
lands“, brot þess þjóðemis, sem ávallt vék undan, en ávallt
kom aftur og tók sigurvegarann fanginn.
Saga Ahbey-leikhússins fram til 1922 er þáttur í þjóðernis-
vakningunni írsku. Það hefði hún ekki orðið, ef kjarninn í
þjóðernishreyfingunni hefði verið tungumálastríð, barátta írsk-
unnar við enskuna. Spurningin er, hvar verður leikhúsið,
þegar til átakanna kemur? Em þær ráðstafanir, sem leikhús-
stjórnin hefur gert um tungumálakunnáttu leikenda, fyrir-
boði þess, að leikhúsið muni þá sem fyrr standa í fylkingar-
brjósti þar, sem barizt er um írska þjóðarsál?
IV.
I anddyri Abbey-leikhússins er mikil mannþröng.
Það er hlé á milli þátta, stutt að venju hér, maður hefur
aðeins tíma til að súpa úr einum te-bolla.
Málverkin á veggjunum af stofnendum leikhússins og
mörgum helztu leikendum liðinnar tíðar virðast líta með vel-
þóknun yfir mannsöfnuðinn. Fólkið er ánægt og skrafhreyfið,
og hvarvetna heyrir maður lof um leikritið og leikendurna.
Af tali og framkomu manna má ráða, að langflestir í hópn-
um eru „fastir frumsýningargestir“. Það er heilsað upp á
kunningjana, safnazt í smáhópa, skoðanir látnar í ljós og
rifjaðar upp endurminningar frá fyrri leiksýningum. Hér
er lítill maður vexti, hinn tannhvassi gagnrýnandi frá Du-
blin Evening Mail, Fox að nafni og hefur hitt Ólaf Friðriks-
son austur í Moskvu fyrir mörgum árum, hér er hinn virðu-
legi dómari, listunnandi og leikgagnrýnandi, Con Curran,
og kona hans, fyrrum leikkona í Abbey, og hér kemur sjálf-
ur Lennox Robinson, hár, þögull og hátíðlegur og hefur gam-
an af að líta yfir mannsafnið eins og Arngrimur holdsveiki
í réttar-atriðinu í „Fjalla-Eyvindi“.
Leikritið, sem allir lofa, er eftir ungan mann, M. J. Molloy.
Tvö leikrit eftir hann hafa áður verið sýnd, en þau hafa