Skírnir - 01.01.1949, Side 60
58
Lárus Sigurbjörnsson
Skirnir
ekki vakið athygli. Þriðja leikritið, „The King of Friday’s
Men“, virðist nú þegar hafa tryggt sér góða dóma og heiðar-
legt umtal, því að sumir eru jafnvel að tæpa á samanhurði
við leikrit eftir Synge hvað málfar snertir, og er þá að vísu
langt til jafnað.
Efni leiksins kemur mér kunnuglega fyrir. Hann gerist
á ofanverðri 18. öld í Kunnáttum á Vestur-frlandi. Caesar
French heitir enskur landeigandi í Kilmacreena. Hann ríkir
þar með alræðisvaldi eins og danskur fógeti á fslandi á 16.
öld, nema landslýðurinn sé enn vamarlausari, enn undir-
gefnari en hér var í tíð Lénharðs. Og það er einmitt „Lén-
harður fógeti", sem leikrit þetta minnir á. Caesar French
hefur um sig sveit óstýrilátra sveina rétt eins og Lénharður,
og hann hefur augastað á kappanum Bartley Dowd, sem kom-
inn er frá Tyrawley til að keppa í kylfuleik með piltunum
í Kilmacreena. Takist honum að brjóta hauskúpuna á nokkr-
um samlöndum sínum, fær hann 20 tunnur lands. Þessi
einfaldi Eysteinn í Mörk er þess albúinn að vinna sér frægð
og frama hjá enskum. Enginn sveiflar kylfu af slíku afli
sem hann. En fyrir rás atburðanna og klókindi landseta
Caesars, Gaisceens Brenhonys, kemur kylfa hans niður í rang-
an stað, þar sem þessi óbrotni almúgamaður verður bana-
maður Caesars. Hér getur engan Torfa í Klofa, höfðingja,
sem tekur forystuna í uppreisn fólksins. Höfðingjar íra vom
flæmdir úr landi eða fallnir, þegar hér var komið sögu. Síð-
ustu uppreisninni, sem var veldi Englendinga hættuleg, lauk
1603 með flótta jarlsins af Tyrone, næstir tóku forystuna
fyrir hinn hrellda lýð menn, sem komnir voru af enskum
ættum eins og Wolfe Tone og Bobert Emnet, og gátu þeir
verið samtíða Caesari, ef út í það er farið.
Bragðið, sem Gaisceen Brenhony beitir fyrir sig, er í sjálfs-
vamarskyni. Hann á unga bróðurdóttur, Unu, sem heitin
er einum af landsetum Caesars, Owen Fenigan. En Caesar
hefur gert út sveina sína til að ná Unu á sitt vald og færa
hana til rekkju sinnar, því að hann kýs sér til samlags hverja
þá, sem hann lystir, og er enginn kvenmaður öruggur fyrir