Skírnir - 01.01.1949, Page 61
Skírnir
Frá þjóðleikhúsinu írska og norska
59
honum frekar en Lénharði. Gaisceen kemur hróðurdóttur
sinni undan og felur í herbergi, þar sem kylfukappinn Bart-
ley sefur úr sér ölvímu, en sigar síðan sveinum Caesars
á bráð þeirra í stofunni. Hann veit, að Bartley muni taka
til kylfu sinnar, þegar hann grunar, hvað í efni sé. Bartley
rekur sveinana af höndmn sér, en þeir ná í Fenigan, unn-
usta Unu, og færa í fjötrum til Caesars. Una og Bartley
flýja í óbyggðir á fjöllum, og þangað kemur Rory, skáldið,
sem getur ekki ort, af því að faðir hans, höfuðskáldið Kor-
makur, hefur notað upp allt tiltækilegt yrkisefni og enginn
höfðingi þessa heims (enskur) lætur svo lítið að deyja, svo
að yrkja megi erfiljóð eftir hann. Bartley fellir hug til Unu,
og í þakklætisskyni heitir hún að fylgja honum, en þetta fer
á annan veg, því að sporhundar Caesars hafa upp á útilegu-
mönnunum, og þeir ræna Unu og færa til Caesars, þar sem
unnusti hennar Fenigan er illa haldinn. — Skiptir nú ekki
togum, Bartley kemur af fjöllum ofan, fellir varðmennina
og sjálfan Caesar. Leysir hann bandingjana og biður Unu
að velja milli sín og Fenigans. Hún velur fyrri unnusta sinn,
og hverfur Bartley aftur til fjalla, frjádagsmaðurinn, er fær
að berjast og líða, en ekki að njóta launa erfiðis síns. Með
honum hverfur og í útlegð Rory skáld Kormaksson, og er
andinn loksins kominn yfir hann, því að hann notaði tæki-
færið til að leggjast á dauðs manns börur, og hefur hann
upp erfidrápu um Caesar. Eru það leikslok.
Sagt hefur verið nokkuð ítarlega frá efni þessa leiks, m. a.
vegna þess að þjóðlífsatriði, sem þar koma fyrir, eiga stoð
í sögulegum heimildum (skýrsla C. Otways um fenjabúa í
Tyrawley, um 1840), og tímabilið, sem leikurinn segir frá,
er einmitt á mörkum þess, er hin forna menning hverfur
af yfirborðinu, en upp kemur hin ensk-írska, sem nú ríkir.
Þannig mætti ef til vill líta á skáldið Rory Kormaksson sem
síðasta fulltrúa skáldaskólans írska, en að vísu er myndin
skopskæld og á ef til vill eins vel við fyrsta alþýðuskáldið,
sem yrkir á ensku (Jeremías Jósef Callanan, d. 1829).
Aðalhlutverkið í leiknum lék Walter Macken, leikarinn