Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 62
60
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
frá Galway. Hann er svo vel af Guði gerður sem á verður
kosið til að leika kylfukappann og frjádagsmanninn Bartley.
Hann ber höfuðið yfir meðleikara sína og er eftir því þrek-
legur að burðum, og í rödd hans er mjúkur kliður, sem fer
hrynjandi málsins vel. f hverri hreyfingu er mýkt og spenna
eins og hjá ungu villidýri, en stuttur hnakkinn og herða-
svipurinn vitnar um einbeittan vilja og áhlaupaþrek. öll
persónan dregur hugann að Christy Mahon, listamanninum
að vestan, í samnefndu leikriti Synges, og er mér næst að
halda, að menn séu að jafna leikritunum saman af því að
persóna leikarans gerir þeim sjónhverfingu.
Ekki er því að neita, að höfundur leiksins, M. J. Molloy,
hefur víða náð glæsilegum áhrifum máls og stíls, þó að ekki
komist hann í námunda við orðgnótt og kynngi meistarans.
1 öðrum þætti bregður fyrir tiltakanlega fallegri lýsingu á
vaknandi ást kappans. Þar lék Macken á fínustu strengi há-
leits skáldskapar.
Um aðra leikendur verður það í stytztu máli sagt, að þeir
leystu hlutverk sín af hendi einarðlega og blátt áfram, ræki-
lega studdir ágætri leikstjórn Ríu Mooney. Eins og í hinum
fyrri leik tók enginn sig út úr, svo að á bæri, til aðdáunar
eða undrunar. Samleikurinn var í bezta lagi, en ekki svo,
að orð sé á gerandi sérstaklega. Nú sem þá einkenndi leik-
inn innri glóð leikenda, sönn og fölskvalaus „innlifun“ í
umhverfi og viðfangsefni, samlöðun hrynjandi máls, kliðs,
ljóss og lita í sterka og áhrifaríka heild.
Með hlýjum hug minntist ég íslenzkra leikara á góðri
stund. Taltækni þeirra mætti þó vera betri, og ef til vill
eru þeir ekki eins viðbragðsfljótir og frar. En þegar kom til
túlkunar tilfinninga, spaugilegra atvika eða orðahnippinga,
var líkt á komið, byggt var á og upp af augnabliks myndum
sannreyndum úr lífinu og þó lítið eitt ýktum, svo sem í næsta
veldi ofan við lífið sjálft. í sjálfu sér segir þetta ekki svo
mikið, þar sem veldislyfting þessarar tegundar er einkenni
allrar leiklistar, en mér virtist báðir, írar og íslendingar, ná
svipuðum tilþrifum í persónulýsingum, og með sjálfum mér
þakkaði ég mínum sæla fyrir fólk eins og Friðfinn, Gunn-