Skírnir - 01.01.1949, Page 63
Skirnir
Frá þjóðleikhúsinu írska og norska
61
þórunni, Brynjólf og Amdísi. Því að hjá þessum leikurum
hefur á góðum stundum orðið brunnið á tungunni og svið-
ið í huganum.
V.
1 öllum hlutum írskum ríkir einstakt öfugstreymi. Þeir
kalla þetta sjálfir topsy-turvydom og hafa í skopi. Og hvað
á maður að segja, þegar fremsti enskumælandi leikari þeirra,
Micheál MacLiammóir, stofnar írskumælandi leikhús í Gal-
way og skrifar fyrir það leikrit á írsku, og þaðan kemur svo
fjölhæfur írskumælandi leikari, Walter Macken, og skrifar
leikrit á ensku? Og hvað á að segja um leiksýningarnar tvær,
sem hefðu í rauninni þurft að skipta um búning máls?
„Okkur fannst, að við þyrftum strax í upphafi að fá Gae-
lic League til þess að sýna leikrit á írsku, það myndi færa
fjör í hreyfinguna og hana sjálfa nær þjóðinni.“
Ef Lady Gregory á hér við hið kaþólska, írskumælandi fr-
land (Our Irish Theatre, bls. 83), stendur Abbey-leikhúsið
en þann dag í dag jafn-nálægt eða jafn-fjarri írskri þjóðar-
sál. Það sem sker úr um forystustöðu leikhússins í írsku þjóð-
lífi og varpar ljóma á þetta leikhús framar öðru, gerir ein-
stæða stöðu þess meðal leikhúsa heims, er eldibrandurinn,
sem John Millington Synge tendraði við sæði elds í Aran-
eyjum út af Galway-flóa.
Svalur hafsúgurinn, sem þýtur um eyru úti á Hvalhöfða
talar sömu tungu og útsynningsstrengurinn inn Skerjafjörð.
Eftir þessu hljómfalli hlustaði Synge og eftir bergmálinu
í huga og hjarta fólksins í Aran-eyjum, Wicklow-dölum og
á klöppunum í Connemara, og þar sló hann eldinn, sem log-
ar í „Listamanninum að vestan“ og öðrum leikritum hans.