Skírnir - 01.01.1949, Page 65
Skírnir Frá þjóðleikhúsinu irska og norska 63
af siðvenjum og umhverfi. Máttarvöldin eru ekki lengur per-
sónuleg, heldur ríkjandi þjóðfélagsöfl, lausn hinztu siðgæðis-
spurninganna er nú öllu fremur háð sálfræðilegum rökum.
Utan og ofan við gráan hversdagsleika tilverunnar vakir, eins
og geigvænn grunur, nístandi kuldi og algert skeytingarleysi
um örlög manneskjunnar; hún spriklar ekki einu sinni á
þræði guðunum til lystisemda, heldur fer hún sjálfri sér að
voða, þegar hún flýgur úr ofnhitaðri stofunni út i frostkalt
heiðistómið. — 1 Rosmersholm eru það þessi voðaöfl, utan
við aðalpersónur leiksins, en túlkuð í gegnum þær, sem soga
séra Jóhannes í myllufossinn ásamt hinni seku Rebekku.
Aumkunarverð örlög, já, en harmleikur allt að einu. f
leikslok kveður sér hljóðs rödd, sem vér höfum heyrt áður,
rödd fólksins, rödd áhorfenda, rödd mannlegs skilnings.
„Frúin heitin tók þau!“ Þjóðsagan! Rödd gríska kórsins. Frú
Helseth fer með það hlutverk í leiknum.
II.
Aðferð Ibsens í leikritinu Rosmersholm vekur furðu. Ef
ókunnugt væri um sköpunartíma verksins eða annar maður
óvandvirkari hefði fjallað um efnið, mætti segja, að höfund-
urinn hefði færri lykkjur í fitinni en tánni. Óneitanlega fitj-
ar hann upp á leik um mannlegt eða þjóðfélagslegt vanda-
mál (prohlem-drama) og beinir allri athygli að séra Rosmer,
en þegar komið er út í þriðja þátt skyggir Rebekka West á
prestinn, og úr því snýst leikurinn æ meir í harmleiksátt.
Manni liggur við að segja, að höfundurinn fái þeim mun
meiri áhuga fyrir kvenmanninum sem lengra líður á leik-
inn, en missir að sama skapi tökin á prestinum. f f jórða þætti
leikur ekki á tveim tungum, hvort er sterkara, enda bein-
línis játað af séra Rosmer: „Þú varzt vissulega sterkust hér
á Rosmersholm. Sterkari en við bæði saman, Reate og ég.“
f fjórða þætti leiksins liggur falinn ásteytingarsteinn leik-
enda og leikstjóra, sem um leikinn fjalla. Verði hann ekki
sýndur sem harmleikur séra Rosmers, fellur leikurinn. Mað-
ur harmar, að óvitamir fara í fossinn, það er allt og sumt.
En hér er vandlega um hnútana búið hjá Ibsen, eins og