Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 66
64
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
vænta mátti. Fyrst og fremst er Rebekka West dauðasek kona
frá fyrstu stund leiksins — öll hennar saga hefur orðið áður
en leikurinn hefst, og þessi saga er sögð smám saman eftir
því sem á leikinn líður, en aldrei öll, svo að áhorfendur bíða
í ofvæni að fá að vita meira um hina merkilegu konu. Þetta
er, ef svo mætti segja, laxdælsk aðferð. Seinni tíma skáld-
um, allt frá Oehlenschlæger til Hinriks Thorlaciusar, hefur
ekki tekizt að segja hug Guðrúnar Ósvífursdóttur allan, en
mikilli leikkonu væri ef til vill gefið að yrkja í eyðurnar
hjá Ibsen. -— I öðru lagi er séra Rosmer dauðadæmdur, eða
að minnsta kosti merktur maður frá upphafi leiksins. Allur
leikurinn gerist á þremur dögum, þremur síðustu ævidögum
séra Rosmers og Rebekku. Hann hafði verið allur annar mað-
ur, áður en hún kom til sögunnar, sennilega allsterkur mað-
ur, meðan hann fékk að lifa í friði í umhverfi ættar sinnar,
nægilega sterkur til að bola Mortensgaard frá stöðunni fyrir
smávægilegt velsæmisbrot, en þessi laukur Rosmersættarinn-
ar kafnar í laufskrúði framandi vafningsjurtar, sem vefur
sig þéttar og þéttar upp að honum. I þessu efni einu er ástar-
harmur fólginn, en engu öðru, því að leikurinn er ekki um
ástir. En í ástamálunum kemur átakanlega fram sjálft harm-
leiksefnið: vanmáttur séra Rosmers. Hann þolir ekki að standa
einn á straumamótum, en hann þolir enga stoð heldur.
Hann kannast ekki við neinn dómara yfir sér, en hann er
allt að einu dæmdur maður. Guðirnir hafa dæmt hann. Óper-
sónuleg öfl, utan hans sjálfs, kollvarpa honum um leið og
snerting verður milli hans og þeirra.
Rosmersholm er harmleikurinn um séra Rosmer, manninn,
sem gat ekki staðið einn, ekki einu sinni í dauðanum.
III.
Norðmennimir léku Rosmersholm sjö kveld í röð á
þröngu leiksviðinu í Iðnó. Þeir léku með yfirburðum vel,
og áhorfendur vom eins margir og lítil húsakynni frekast
leyfðu. tJti fyrir var ýmist glampandi nætursólskin eða úða-
regn vorsins, kuldi í loftinu, en hlýjar og hjartanlegar voru