Skírnir - 01.01.1949, Side 67
Skírnir
Frá þjóðleikhúsinu irska og norska
63
móttökur hinna norsku gesta. Manni hlýnaði líka um hjarta-
rætumar við að horfa á þenna stórfenglega sjónleik í hönd-
um jafnágætra listamanna eftir úthaldið hér að undanförnu,
þar sem skrípaleikir gerðu stærstu hlutina.1)
Leikstjórn frú Agnesar Mowinckel var með siðfáguðum
heildarhlæ og í einstökum atriðum nákvæm og örugg. En leik-
stjórinn ber óneitanlega höfuðábyrgð á því, að lokaatriði leiks-
ins, atriðið, sem allt veltur á um harmleiksgildi Rosmers-
holms, náði ekki tökum á áhorfendum með sannfæringar-
krafti. Það skal játað, að Ibsen gerir ómannúðlegar kröfur
til leikstjóra og leikenda með „uppbyggingu“ þessa atriðis:
hjónavígslu á dauðastund með smáskítlegu þrasi um það,
hvort þeirra, Rebekka eða Rosmer, fylgi hinu í raun og vem
í dauðann, exeunt. Hér gerir meining orðanna enga stoð,
þvert á móti, hér verður aðeins eitt til bjargar: hrynjandi
málsins, kliður raddanna í stöðugt lækkandi tón í styttri og
styttri andkæfðum setningum — já, gott og vel: músik. Sama
hljómfall orðanna kemur þráfaldlega fyrir í verkum Ibsens
einmitt þar sem hugblær atriða er skapaður eða persónur
leiddar fram á sjónarsviðið til táknrænna athafna. Nærtækt
dæmi um hið síðara er persóna Ulriks Rrendels í því ritverki,
sem hér um ræðir. Hjá leikaranum, sem fór með þetta hlut-
verk, Stein Grieg Halvorsen, saknaði maður ekki hrynjandi
málsins, sönglistar orðanna; öll persónan, sem hefði getað
verið til athlægis eins, vék undan, hélt sig í skugganum,
og orðin komu eins og upp úr dauðs manns gröf. En hinu
hefði verið alveg eins trúandi, að frú Grieg og hr. Oddvar
hefðu fengið sér göngutúr í garðinum í stað þess að fara í
fossinn, þangað til — þangað til niðurbælt óp maddömu Hel-
seth og ósjálfbjarga fum gamalmennishanda hennar færði
manni heim sanninn um slysið. En slys er mílu vegar frá
harmleik.
Þessi mistök leikendanna á jafnmikilvægu atriði eru þeim
mun furðulegri sem hér voru að verki tveir beztu leikendur
1) Á næsta leikári bætti Leikfélagið stórlega fyrir sér með sýning-
um á Volpone og Hamlet. Þá voru og sýnd þrjú íslenzk leikrit: Gullna
hliðið, Galdra-Loftxu- og Draugaskipið. L. S.