Skírnir - 01.01.1949, Page 68
66
Lárus Sigurbjörnsson
Skímir
flokksins. Eða voru þetta ekki mistök? Norsk gagnrýni hefur,
eftir því sem ég bezt veit, ekki bent á þennan veika stað,
þegar leikurinn var sýndur í Ösló. Ræðir hér um tvö sjónar-
mið, mn tvenns konar viðhorf áhorfenda í Ósló og í Reykja-
vík? Þá má leggja á hilluna arfsögnina um tómlæti Mörland-
ans, en telja sannreynt, að Norðmaður 20. aldar eigi meira
tómlæti (phlegma) en frændi hans í föðurætt, Islendingur-
inn. Margt gott eigum vér upp að inna írskum formæðrum
vorum, þar á meðal elsku á öllum íburði, sterkum litum og
klið. Þó að freistandi sé, á það ekki heima hér að fara lengra
út í þetta efni, hér verður að ljúka málsgrein með fullyrðingu:
lokaatriðið brast íburð, lit, klið, síðustu smurningu blossandi
tilfinninga, til að ganga í augun á íslenzkum áhorfenda.
Persónulýsing Ágústs Oddvars á séra Jóhannesi Rosmer
er minnistæðasta afrek flokksins. Með mjög fáum en ákveðn-
um dráttum dregur hann upp mynd mannsins, sem svaf á
krossgötum, en vaknar nú til veruleika, sem er honum fram-
andi og andskotinn. Alveg andstætt aðferð Kolbjörns Buöens
við hlutverk Krolls rektors, sem var afbragð upp á sína vísu,
hafði Ágúst Oddvar enga kæki eða önnur persónuleg hvers-
dagseinkenni til myndfyllingar. Samt var persónan skýr og
sérkennileg og hélt þar helzt til lítið eitt klerklegur hreimur
raddarinnar og hlédræg framkoma.
Leikkonan frú Gerd Grieg er oss gamalkunn. Hér lék hún
Rebekku West og fór nokkuð sínar eigin götur í skilningnum
á hlutverkinu. Vér höfum séð hana leika Toru Parsberg
með yfirburðum og Heddu Gabler óaðfinnanlega, en það
var eins og hin torráðna Rebekka væri ekki öll á valdi hinn-
ar glæsilegu leikkonu. 1 fyrstu atrennu, á fyrstu mínútum
leiksins gefur Ibsen leikkonunni tækifæri, sem ekki má láta
ónotuð, einkum vegna þess að viðhorf höfundarins til Re-
bekku virðist breytast, þegar líður á leikinn. I samtalinu við
maddömu Helseth, og seinna við Kroll rektor, lætur Ibsen
skína í, að því fari fjarri, að Rebekka sé alveg heima hjá sér
í umhverfinu á Rosmersholm, hún er aðskotadýr, og skuggi
fortíðarinnar þjáir hana, þó að hún verði aldrei að gjalti
vegna meðfæddrar orðfimi og rökvísi. En skuggi fortíðar-