Skírnir - 01.01.1949, Page 69
Skírnir
Frá þjóðleikhúsinu irska og norska
67
innar hvíldi ekki yfir leikkonunni þessar fáu mínútur, og
háð rektorsins missti þess vegna marks, þegar hann talar
um „fyrirmyndarfólkið á Rosmersholm“, sem hann ætlar að
heimsækja daglega. (Kjære, prægtige mennesker o. s. frv.)
Yfirleitt var leikur frúarinnar nokkuð mikið á ytra horðinu,
en sum atriðin gerði hún samt stórlega vel, eins og þegar
rektorinn hefur veitt hana í svikanet hennar sjálfrar vegna
kvenlegrar ósannsögli um aldur sinn. Það er einn af mörgu
nærfærnu dráttunum hjá Ibsen.
Stórbrotnastan skapgerðarleik sýndi Kolbjörn Buöen í hlut-
verki Krolls rektors. Hver dráttur í þeirri persónulýsingu,
hver hreyfing og hvert raddbrigði var með raunveruleikans
blæ, leikarinn hefur séð það allt og færir það yfir á persónu
hins skapríka skólamanns. Eða hvernig hann sneri við á göngu
sinni um þvert gólf! Höfum við ekki séð yfirkennarann okk-
ar í Latínuskólanum ganga þannig á milli bekkjaraðanna,
stíga aðeins fram á fótinn og snúa upp á með snöggri sveiflu
vegna þrengslanna milli raðanna? — Gaman er að veita því
eftirtekt, að Kroll rektor er engu síður uppnæmur úr sínu
mnhverfi en skólabróðir hans séra Jóhannes. Ytri ástæður
knýja hann til þátttöku í stjórnmálum, en hann bregzt öðru
vísi við árásinni að utan. Hann býr sig til bardaga og veit,
hvar í fylking hann á að standa. Maður hefur samúð með
manninum.
Ef Kroll rektor og andstæðingur hans í stjórnmálunum,
Mortensgaard ritstjóri, eru sýndir sem andleg lítilmenni í
hlutfalli við prestinn, fer harmleikurinn úr skorðum og eftir
verður leikrit um mannlegt vandamál. Leikstjórinn synti fyr-
ir það sker. Enda þótt andlitsgervi Henriks Börseths, sem lék
Mortensgaard, væri nokkuð ýkt, hélt leikarinn hlutverkinu
utan og ofan við allan skrípaleik. Ritstjórinn var rektornum
samboðinn andstæðingur, en leikstjórinn gerði áhorfendum
þá skemmtilegu sjónhverfing að misskipta birtunni á milli
þeirra, setti hinn íhaldssama rektor í ljósið, en frjálslyndan
ritstjóra „Blossavitans“ í koluskuggann.
Áður hefur verið minnzt á góða frammistöðu yngsta leik-
arans í hópnum, Steins Griegs Halvorsens, í hlutverki Ulriks