Skírnir - 01.01.1949, Page 70
68
Lárus Sigurbjörnsson
Skímir
Brendels. Er því einu við að bæta, að leikarinn var samur
við sig frá fyrstu stundu og meðferð hans bráðskemmtileg
á dönskuskotnu tungutaki hins úr sér gengna, aldraða lær-
dómsmanns.
Þá er ótalinn elzti leikarinn í flokknum, frú Agnes Mo-
winckel, á níræðisaldri, en ber ægishjálm yfir alla hina. At-
ferli hennar og leikur er líkastur því sem hún væri ekki ein-
hama, og í engu svipar henni til nútíðarkvenna, heldur lík-
ist hún í sjón og reynd kvenskörungmn fomaldarinnar eins
og fom rit lýsa þeim gleggst. I nálægð þessarar konu koma
upp í huganum myndir af konum eins og Gunnhildi kon-
ungamóður eða Bergþóru, og leikflokkurinn hlítir forsjá henn-
ar eins og tiginborin börn hennar. 1 þessu ljósi var leiksýn-
ingin í Iðnó sögulegur atburður i samskiptum landanna,
gamla Noregs og unga íslands.
IV.
Heimsókn Norðmannanna var ánægjuleg jafnt fyrir áhorf-
endur sem íslenzka leikara. Hún má ekki falla í gleymsku,
heldur varða veginn fram, sem leiklistin hér á að ganga.
Leikarar vorir hafa vafalaust lært ýmislegt af norskum fé-
lögum sínum, en það væri þeim einkum hollt, ef þeir af rök-
um skynseminnar eða tilfinningu hjartans fengju auga á sér-
kennum sínum í samanburðinum við hina erlendu lista-
menn. Auðlærð er ill danska, og það batar oss ekki að apa
eftir þessum flokki né nokkrum öðrum, það myndi t. d.
vera lítið búsílag fyrir íslenzka list að taka til sýningar leik-
rit eftir Ibsen og leika það sem næst þeirri fyrirmynd, sem
Norðmennirnir hafa gefið. En hitt ætti að vera íslenzkum
leikurum heilagt metnaðarmál hér eftir að taka upp íslenzk
öndvegisleikrit og sýna þau að dæmi frænda vorra, sem
kunnu að leika sitt eigið þjóðlíf.