Skírnir - 01.01.1949, Page 71
SIGFtS BLÖNDAL:
ST. NIKULÁS OG DÝRKUN HANS,
SÉRSTAKLEGA Á ÍSLANDI.
Menn gera sér hér á landi ekki alltaf skýrlega grein fyrir
því, hvernig hugarfar forfeðra okkar á miðöldunum breytt-
ist við það, að þjóðin tók við kristinni trú. Að setja upp kon-
una með bamið, Maríu mey með bamið Jesú, og fara að
dýrka þau og myndir af krossfestum og svívirðilega píndum
manni sem ímynd almáttugs Guðs, það var breyting, sem
um munaði. Og kristna trúin hefði aldrei sigrað norrænu
víkingslundina, ef ekki hefðu ýmsir beztu menn þjóðarinnar
sannfærzt fullkomlega um yfirburði nýja siðarins. Þeir, sem
víða höfðu farið, gátu af eigin reynslu borið um það, hvað
bezt kristnu löndin, Ítalía og Miklagarðsríkið, voru norrænu
menningunni miklu fremri. Og íslenzkir höfðingjasynir, sem
höfðu lært í enskum, þýzkum og frönskum klaustraskólum, ís-
lenzkir kaupmenn, íslenzkir Væringjar fluttu með sér mörg
suðræn menningarfræ norður eftir. Ekki sízt voru pílagríms-
ferðimar mikilvægar. Ég ætla mér hér að skýra stuttlega frá
einum þætti úr kirkjulífi miðaldanna, sem sé dýrkun St.
Nikulásar, en hann var einn af þeim útlendu dýrlingum,
sem mest vom dýrkaðir á Islandi á miðöldunum.
1.
I rauninni vita menn ekki mikið um ævi St. Nikulásar,
fram yfir það, sem helgisögurnar um hann segja. Þó má
hafa það fyrir satt, að hann sé fæddur í Lýkíu-héraði í Litlu-
Asíu suðvestan til, líklega í borginni Patara. Fæðingarár
hans er talið af sumum um 270 e. Kr. og dánarár hans um
341, en bæði þessi ártöl em óviss. Dánardag hans, sem er
5