Skírnir - 01.01.1949, Side 72
70
Sigfús Blöndal
Skímir
talinn vera 6. desember, má líkast til telja áreiðanlegan. Áreið-
anlegt er líka, að hann var biskup í borginni Mýra í Lýkíu,
sumir segja erkibiskup, en þar sem menn þekkja nú ekki
biskuparöðina í Lýkíu til fulls á þeim tíma, er ekki hægt
að tilfæra ártölin. Nafn borgarinnar Mýra er í sumum rit-
um stundum kallað Mirrhea, en nafnið Mýra er réttara.
Uppi á fjalli þar í grenndinni var klaustur að nafni Síon,
og um ábóta þar, er líka hét Nikulás (Nicolaus Sionita), er
til saga, og er sögum þeirra nafna stundum blandað saman.
Það er sagt, að Nikulás biskup hafi verið viðstaddur kirkju-
þingið fræga í Nikæu árið 325, og á þá að hafa löðrungað
Aríus. Á móti því, að hann hafi tekið þátt í þessu kirkju-
þingi, mælir það, að nafns hans er ekki getið á eldri list-
unum yfir fundarmenn, en það stendur í ýmsum yngri list-
um. En þetta er í sjálfu sér ekki nægileg sönnun, því að vel
getur verið, að sumir yngri listamir séu eftirrit af eldri, nú
glataðri skrá. Líka er hugsanlegt, að hann hafi verið staddur
þar sem áheyrandi, þó að hann ætti ekki sæti á sjálfu þing-
inu. En það má til sanns vegar færa, að hann hafi verið uppi
á dögum Konstantíns mikla. Að vísu er hann í Nikulásar-
drápu Halls Ögmundarsonar sagður vera fæddur á dögum
Heraklíusar keisara (á 7. öld), en þar sem það er áreiðan-
legt, að Jústinían mikli lét reisa kirkju honum til heiðurs um
miðja sjöttu öld, kemur það ekki til mála.
St. Nikulás biskup hefur bersýnilega verið merkilegur og
atkvæðamikill maður. Að honum látnum myndast margar
sagnir um hann og kraftaverk hans. Gröf hans í Mýra varð
brátt fjölsótt af pílagrímum, og Nikulásardýrkunin breiddist
út yfir öll kristin lönd, fyrst og fremst yfir þau lönd, er
gríska kirkjan réð yfir, en síðan líka til Italíu og annarra
kristinna landa. St. Nikulás frá Mýra er kallaður „thauma-
turgus orientis“, „kraftaverkari Austurlanda“, í líkingu við
St. Martein frá Tours, sem ber heiðursnafnið „thaumaturgus
occidentis“, „kraftaverkari Yesturlanda“.
Á sjöundu öldinni sést, að farið er að dýrka St. Nikulás
í Rómaborg, og má sjá, að þar hafa honum verið helgaðar
kirkjur og kapellur. Það stafar meðfram af því, að þá voru