Skírnir - 01.01.1949, Page 73
Skímir
St. Nikulás og dýrkun hans
71
áhrifin frá Miklagarðsríkinu mjög mikil á ftalíu. Á árunum
642—752 voru ekki færri en 9 páfar frá kristnum Austur-
löndum, af þeim voru 5 Grikkir og 1 Sýrlendingur. Frá
Rómaborg barst svo dýrkunin út til annarra ítalskra borga,
fyrst og fremst þeirra, sem á einhvern hátt voru öðrum frem-
ur undir áhrifum frá Miklagarði, svo sem Ravenna og Na-
poli, og þó einkum Bár (Bari).
f Bár lét grískur erkibiskup af göfugum ættum, að nafni
Nikulás, reisa tvær litlar kirkjur, er hann vígði nafndýrlingi
sínum, á árunum 1036—1039. Bár var þá höfuðborg grísku
héraðanna á Suður-Ítalíu. Þar sat jarl Miklagarðskeisara,
sem var kallaður katepan (o: sá sem er settur yfir allt), og í
borginni var grískt setulið. Á þeim tíma voru það oft Vær-
ingjasveitir, og í þeim yfirleitt menn frá Norðurlöndum.
Flestir þeirra höfðu komið til Miklagarðs frá Rússlandi, þar
sem sænskir víkingar höfðu stofnað ríki, sem varð kjarninn
í hinu mikla stórveldi Rússa síðar. En grískir rithöfundar
nota fyrst framan af nafnið „Rússar“ (gr. Rhos) um þessa
Norðurlandamenn (Væringja), en síðar greina menn milli
Væringja og kristinna slavneskra Rússa, sem líka voru í þjón-
ustu Miklagarðskeisara í sérstökum herdeildum. Um Vær-
ingja á Suður-ítalíu er fyrst getið árið 1018. f Væringja-
sveitunum voru á þeim tíma langflestir Svíar, en auk þeirra
Danir, Norðmenn og íslendingar, eins og fornsögur okkar
bera með sér. Frægasti Væringjaforinginn norræni var, eins
og kunnugt er, Haraldur Sigurðarson, síðar konungur í Nor-
egi og þá nefndur Haraldur harðráði. Hann og sveitungar
hans voru með í herferð þeirri, sem Georgios Maniakes, í
sögum okkar kallaður Gyrgir, stjórnaði, er Grikkir unnu Sik-
iley aftur af Aröbum á árunum 1038—1040. Vitað er, að
Haraldur og sveitungar hans voru svo sendir frá Sikiley til
Suður-Ítalíu á næstu árunum (1040—1041) til þess að berj-
ast við Norðmenninga. Grísku héröðin á Suður-Ítalíu voru
þá oftast kölluð einu nafni Lombardía, Langbarðaland, en
Norðmenningar, sem voru komnir þangað frá Frakklandi,
eru í grískum ritum stundum kallaðir „Frakkar", og koma
þessi nöfn líka fyrir í íslenzkum ritum. Haraldur er í drótt-
5*