Skírnir - 01.01.1949, Side 75
Skímir
St. Nikulás og dýrkun hans
73
með sér helgi St. Nikulásar og minningarnar um Bár. „Bari-
grad“ er í rússneskum hetjukvæðum (,,hýlínum“) frá mið-
öldunum borg, sem oft er nefnd við hliðina á „Tsarigrad“
(Miklagarði) sem borg, þar sem Væringjar dvelja og vinna
afreksverk. Sænskur Væringi að nafni Hólmi lætur reisa
fyrstu St. Nikulásarkirkjuna í Kiév (Kænugarði).
Árið 1071 tókst loksins Róbert Guiscard og Norðmenning-
um hans að vinna Bár eftir þriggja ára umsát. Það lítur út
fyrir, að ýmsir úr gríska setuliðinu, og þá sjálfsagt líka ein-
hverjir Væringjar, hafi gengið í þjónustu hans, og menn
vita, að sumir þeirra settust að í Bár.
2.
Árið 1087 hefst nýtt tímabil í sögu Nikulásardýrkunar-
innar. Sama árið og Norðmenningar unnu Bár, árið 1071,
beið Róman IV Miklagarðskeisari mikinn ósigur fyrir Tyrkj-
um í orustunni við Manzikert í Litlu-Asíu. Tyrkir brutust
nú inn í grísku löndin þar, alla leið út á suðurströndina, og
meðal annars rændu þeir borgina Mýra, þar sem St. Nikulás
var grafinn. Þeir af borgarbúum, sem það gátu, forðuðu sér
upp í fjöllin, og sjálf borgin var í nokkur ár hérumbil auð
af fólki. Kaupmenn frá Bár fengu vitneskju um þetta og
sættu lagi. Valin sveit manna var send frá Bár til Mýra árið
1087, og rændu þeir svo beinum St. Nikulásar úr kirkjunni
í Mýra. Þeir komu svo aftur til Bárar 9. maí 1087, og því er
sá mánaðardagur haldinn sem mikil hátíð í Bár þann dag
í dag. Það er enn til skrá með nöfnum allra þeirra manna,
sem voru í þessum leiðangri til Mýra, en ekki er þar neitt
norrænt nafn. Leiðangursmenn fengu ýms forréttindi að verð-
launum fyrir afrekið.
Nú var reist vegleg kirkja, basilíka St. Nikulásar, og Roð-
geir Norðmermingahertogi gaf erkibiskupinum í Bár undir
kirkjuna mikla lóð, sem áður hafði heyrt undir höll grísku
jarlanna. Árið 1089 vigði svo tJrban páfi II altarið í krypt-
inrnn undir kirkjunni, þar sem skrín dýrlingsins var geymt.
Upp frá þessu magnast nú Nikulásardýrkunin og breið-