Skírnir - 01.01.1949, Side 77
Skímir
St. Nikulás og dýrkun hans
75
Brátt komst Nikulásardýrkunin til Norðurlanda, og píla-
grímar þaðan fóru að streyma til Bár. Af frægum norræn-
um pílagrímum skal ég hér nefna fjóra: Eirík eygóða Dana-
konung, sem kom þangað 1098, Gizur Hallsson, síðar lög-
sögumann á íslandi, sem kom þangað einhvern tíma á árunum
1144—52, líklega síðasta árið, og Nikulás Bergsson ábóta, sem
mun hafa komið þangað nokkru fyrir 1154 — ég mun síðar
drepa nánar á þessa íslenzku pílagríma — og svo loks hinn
fræga sænska dýrling St. Birgittu, sem kom þangað árið 1372.
Af þessum pílagrímum er sérstök ástæða til að minnast Ei-
ríks konungs, þvi að hann stofnaði tvö hæli fyrir pílagrima frá
Norðurlöndum til Italíu, annað nálægt Piacenza, hitt í Lucca.
Eiríkur konungur var líka á hinu fræga kirkjuþingi í Bár,
sem tJrban páfi II. hélt þar árið 1098. Notaði konungur tæki-
færið til að fá páfann til að stofna erkistól í Lundi, og líka
fékk hann Knút konung bróður sinn, sem myrtur hafði ver-
ið, tekinn í heilagra manna tölu, og mun ekkja Knúts kon-
ungs, Edel drottning, hafa dvalið í Bár einmitt á sama tima.
Ein af orsökunum til þess, að pílagrímsferðirnar til Bárar
urðu svo algengar og dýrkun St. Nikulásar breiddist út um öll
kristin lönd svo kröftuglega, var sú, að St. Nikulás var mýro-
blýt, o: sérstakur vökvi, likur ilmandi oliu, kom frá beinum
hans í skríninu í Bár. Orðið mýroblýt (gr. iJ.vpopXv-rjs, frb.
mírovlítís, af /xvpov (mýron) smyrsli, ilmandi olía og /]\v£o>,
frb. vlizo, vell fram, læt renna) er notað um þá dýrlinga, sem
þetta kemur fyrir, en þeir eru fáir. Auk St. Nikulásar má
hér sérstaklega geta um St. Demetríus í Þessaloníku. Jóhann-
es VI. Kantakúzenos Miklagarðskeisari getur um það í end-
urminningum sínum,1) að fyrirrennari hans, Andronikos III.,
var læknaður af gömlu og illkynjuðu sári á fótleggnum, er á
það var riðið smyrslum með olíu frá beinum St. Demetrí-
usar. Það er einmitt þetta einkenni St. Nikulásar, sem Hallur
ögmundsson talar um í Nikulásardrápu sinni (60. erindi):
Veitir Drottinn vatn af fótum,
en viðsmjör skært til heiðurs og æru
1) Historiæ, Vol. 1, bls. 270—271 (Bonn-útgáfan).