Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 78
76
Sigfús Blöndal
Skírnir
af holdi rétt til heilsu bótar,
hreinust gefst þar lækning meina.
Það er nógu fróðlegt að heyra, hvað St. Birgitta hefur um
þetta að segja. I Opinberunum sínum (III, 220, = 6. bók,
103. kap.) segir hún:
„Þegar brúður Krists (o: hún sjálf) heimsótti helgidóm
St. Nikulásar í Bár, fór hún við gröf hans að hugsa um
olíuna, sem rennur út frá líkama hans. Hún sá þá í vitrun
mann, sem ilmaði mjög sætlega, og þessi maður sagði við
hana: „Ég er Nikulás biskup, sem þú sérð, í þeirri likingu,
sem ég var skapaður, meðan ég var á lífi, því allir limir mín-
ir voru svo mjúkir og sveigjanlegir í þjónustu Guðs, eins og
smurt verkfæri er sveigjanlegt til þeirra verka, sem eigand-
inn vill nota það til. Og þess vegna var lof gleðinnar ávallt
í sálu minni, og guðdómleg ræða í munni mínum, og þolin-
mæði í verkum mínum, til þess að ég gæti framkvæmt dyggð-
ir hreinleika og auðmýktar, sem voru mér kærari öðrum
dyggðum. En af því bein margra manna eru þurr af vökva
guðdómlegs eðlis, þá heyrast frá þeim fánýtir smellir, er þeim
er slegið saman, og þau geta ekki borið ávexti réttlætisins
og eru Guði leið að líta. En þú skalt vita, að eins og rósin gef-
ur af sér ilm og vínberjaklasinn sætleika, eins hefur Guð gef-
ið líkama mínum þá sérstöku blessun, að olía rennur af hon-
um, þannig að Guð heiðrar ekki aðeins með þessu þá menn,
sem hann hefur útvalið í himnaríki með sér, heldur gleður
hann þá einnig og eykur virðingu þeirra á jörðu, til þess að
fleiri fái hlutdeild í þeirri náð, sem þeim er auðsýnd.“
St. Birgitta hefur bersýnilega verið sannfærð um það, að
ilmandi olía rynni frá beinum dýrlingsins, og það getur eng-
inn vafi leikið á því, að hún hefur séð þess konar olíu og
fundið ilminn af henni. En skýringin er auðfundin. Þau bein
St. Nikulásar, sem flutt voru frá Mýra til Bárar, hafa senni-
lega verið roðin smjTslmn, þegar þau voru tekin upp úr
gröf hans í Mýra, til þess þau gætu haldizt betur, og það er
líklegt, að menn í Bár hafi haldið áfram að smyrja þau við
og við, að minnsta kosti framan af. Beinin voru geymd í
skríni í kryptkirkjunni, þar sem þau eru enn geymd, yfir