Skírnir - 01.01.1949, Side 84
78
Sigfús Blöndal
Skímír
1 íslenzfeum bókmenntum frá 19. öldinni er á einum stað
getið um þennan helga vökva. Það er í Heljarslóðarorustu,
þar sem Gröndal getur þess, að Djúnki hafi farið til Bárar og
„náði vigðu vatni á konjaksflöskur, og braut allar, en vatn-
ið týndist“. Gröndal hefur nú þótt það skáldlegra að koma
konjakinu að.1)
3.
Smámsaman fóru að koma í ljós á Norðurlöndum áhrifin af
þessum pílagrímsferðum til Bárar. Pílagrímamir sáu og lærðu
margt í Suðurlöndum. Sumir fluttu þaðan helga dóma, aðr-
ir ker og ílát og ýmsa gripi, sem nota þurfti við guðsþjón-
ustur, dýrðlegar myndir, útsaumuð veggtjöld og skrautklæði,
bækur, bæði guðsorðabækur og veraldlegar, — og allt þetta
hafði mikil og varanleg áhrif á menningu norrænu þjóðanna.
Sænskir og danskir listafræðingar hafa bent á bein áhrif frá
St. Nikulásarkirkjunni í Bár á kirkjur í Danmörku og Skán-
ey, svo sem á kirkjuna í Dalby í Skáney og dómkirkjurnar
í Bípum og í Lundi.2) Mönnum kemur saman um það, að af
komu Eiríks konungs eygóða til Bárar hafi það leitt, að ítalsk-
ir kirkjusmiðir voru fengnir þaðan til Danmerkur, fyrst og
fremst til að starfa að dómkirkjunni í Lundi, en svo líka
að ýmsum öðrum kirkjum.
Nikulásardýrkunin varð mjög algeng í Danmörku, og má
marka það af því, að í því landi (að meðtöldu hertogadæm-
inu Slésvík og svo Skáney) voru í kaþólskum sið 109 kirkj-
ur vígðar honum sem aðaldýrlingi, og líklega er þessi tala
alltof lág. Auk þess hafa Nikulásarölturu verið í mörgum
kirkjum. I bók sinni „Helgendyrkelse i Danmark“ (bls. 9)
getur Ellen Jorgensen um skýrslu til Ole Worms, sem sýn-
ir, að stúlkur í Hellerup í Vinding-héraði voru vanar að
1) Ben. Gröndal: Sagan af Heljarslóðarorrustu. 2. útg. 1891, bls. 5.
2) Sjá William Anderson í Studier i konstvetenskap tillágnade E.
Wrangel, bls. 7; E. Wrangel í Aarboger for nordisk Oldkyndighed, 1910;
W. Anderson: Ribe, Bari, Périgord í Tidsskrift för konstvetenskap, X.,
1925—26.