Skírnir - 01.01.1949, Side 85
Skímir
St. Nikulás og dýrkun hans
79
skrýða mynd St. Nikulásar í kirkjunni þar á hverju laugar-
dagskvöldi, með bæn um að hann sæi um gott gjaforð handa
þeim, og á miðöldunum er St. Nikulás heiðraður sem „hugg-
un og hjálpræði allra ungra meyja“, og stendur það auð-
vitað í sambandi við helgisöguna um hann, að hann hafi
bjargað þremur ungum stúlkum frá því að verða seldar í
hóruhús. Förumunkar, einkum Dominikanar, heiðruðu líka
sérstaklega St. Nikulás. Og í Danmörku var hann, eins og í
öðrum löndum, einkum talinn bjargvættur og verndardýr-
lingur sjómanna, vegna helgisagnanna um það, er hann
bjargar fólki úr sjávarháska. Mér hefur verið sagt, að enn
í dag sé í Svendborg á Fjóni á hverju kvöldi kl. 10 alltaf
hringt klukkum í St. Nikulásarkirkjunni þar.
f Danmörku og Svíþjóð hefur nafn dýrlingsins verið stytt í
Niels, Nils, og af því hefur svo myndazt gælunafnið „Nisse“,
rnn eins konar húsálfa, sem samkvæmt þjóðtrúnni eiga aðal-
lega að halda til í búrum og útihúsum, og geta gert mönn-
um ýmsar skráveifur, ef þeim sinnast. Einkum eru jóla-niss-
arnir nafntogaðir. Þetta eru leifar af eldgamalli heiðinni trú
um yfirnáttúrlegar verur, sem geri sérstaklega vart við sig
á þeim tíma árs, og þessi trú á áreiðanlega skylt við sagn-
irnar um jólasveinana íslenzku. Það er ekki ólíklegt, að ein-
mitt notkun nafns St. Nikulásar á þessum jólavættum standi
í sambandi við það, að á Hollandi, Englandi og í sumum
héröðum Þýzkalands er St. Nikulás einmitt eins konar jóla-
dýrlingur, og þá er hans auðvitað minnzt á hátíðlegan hátt
í kaþólskum kirkjum. Á miðöldunum var sá siður á Eng-
landi, að þá var sumstaðar við dómkirkjur á St. Nikulásar-
messu kosinn drengur „dreng-biskup“, „boy bishop“, með
tilheyrandi klerkum á líku reki, og ríkti hann svo sem bisk-
up til þess 28. desember, og fengu þessir drengir ýmsar
gjafir og þóknanir þann tima.1) Eftir siðaskiptin komst svo
á siðurinn með „Sánkti Kláus“ (Santa Claus, Saint Nicolas),
1) Hvort þessi siður hefur komizt til annara landa, veit ég ekki, en
minna mætti á það, sem sagt er í Biskupasögum (I. 417) um biskups-
leiki Guðmundar góða, er hann var drengur.