Skírnir - 01.01.1949, Síða 87
Skímir
St. Nikulás og dýrkun hans
81
dýrlingum, og í einni kirkju er sérstaklega getið um árlega
Nikulásarguðsþjónustu. Alls eru þetta þá 60 staðir, og er ekki
óliklegt, að þeir hafi verið talsvert fleiri, sérstaklega bænhús,
sem fljótt hafa lagzt niður og því ekki allt af komizt inn í
máldaga.
Próf. Guðbrandur JónsSon hefur í bók sinni um dómkirkj-
una á Hólum1) talið upp 58 dýrlinga, sem íslenzkar kirkjur
voru helgaðar; þá verður St. Nikulás fjórði dýrlingurinn í
röðinni, aðeins heilög María mey, Pétur postuli og Ölafur
konungur helgi verða fremri St. Nikulási, sem jafnvel kemst
á undan Þorláki helga (56 kirkjur að tölu próf. G. J.). Þegar
þess er gætt, að á Englandi eru 372 kirkjur helgaðar St.
Nikulási, en í Danmörku, eins og áður er getið, 109 kirkjur,
er það hreinasta furða, að í eins fámennu og strjálbyggðu
landi og Islandi er, skuli vera 57 (sérstakir) helgistaðir þessa
dýrlings.
Tvær helgisögur St. Nikulásar eru til á íslenzku, sem Unger
hefur gefið út í 2. bindi af Heilagra manna sögum, 1877.
önnur sagan er þýðing á kafla úr frægu latnesku riti, Spe-
culum historiale (sagnaspegill), eftir Yincentius Bellovacensis
(Vincent frá Beauvais); hin er samin eftir bók Jóhannesar
djákna (Johannes Diaconus) frá Bár, „Vita Sancti Nicolai“
(ævisaga St. Nikulásar), og öðrum ritum, og þá bók hefur
annazt Bergur Sokkason, sem varð ábóti í Munkaþverár-
klaustri árið 1325. Hann talar tun sjálfan sig þar í bókinni
sem „bróður“, en þar sem íslenzkir ábótar héldu stundum
áfram að nefna sig svo, líka eftir að þeir voru orðnir ábótar,
er ekki hægt að ráða af þessu, að bókin sé samin á íslenzku
fyrir 1325. Til eru líka fjögur íslenzk kvæði frá miðöldunum
til heiðurs St. Nikulási, og er bezta útgáfan af þeim útgáfa
próf. Jóns Helgasonar í Islenzkum miðaldakvæðum II, 1938.
Af þessum kvæðum er langmerkast Nikulásardrápa Halls ög-
mundssonar; sennilega, eins og dr. Jón Þorkelsson hefur sýnt,
er það sá Hallur ögmundsson, sem var prestur á stað í Stein-
grímsfirði á fyrra hluta 16. aldar, og færir hann rök fyrir
1) Safn tí.1 sögu Islands V, bls. 56 o. áfr.