Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 90
84
Sigfús Blöndal
Skímir
því, að kvæðið muni vera ort á tímabilinu 1490—1540. Áður
hafa sumir haldið, að höfundurinn væri Hallur áhóti á
Munkaþverá frá því um 1400. Kvæðið er í hrynhendum, vel
ort og víða skáldlegt.
Pílagrimsferðir frá Islandi til Bárar hafa áreiðanlega verið
mjög tíðar. Skal þar fyrst nefndur, eins og áður er um getið,
Gizur Hallsson, einn af ágætustu mönnum síns tíma á fs-
landi, sem var lögsögumaður árin 1181—1200 og dó 1206.
Árin 1144—1152 var hann á ferðalagi um Suðurlönd, og reit
um það á latínu ferðabók, sem hann kallaði „Flos peregri-
nationis“, sem nú er því miður týnd. Vitað er, að hann kom
heim til íslands úr þessu langa ferðalagi árið 1152 og var
þá samferða Klængi Skálholtsbiskupi Þorsteinssyni, nývígð-
um.1) Einnig má telja víst, að þar hafi verið Nikulás Bergs-
son ábóti í Þverárklaustri, er fór víða um Suðurlönd og kom
aftur til fslands 1154; hann varð svo ábóti Þverárklausturs,
sem þá var nýstofnað, og dó þar 1159. Hann er höfundur
hins merkilega leiðarvísis fyrir pílagríma, sem bezt hefur ver-
ið gefinn út af Kr. Kálund í Alfræði íslenzkri I.
Hvað fljótt St. Nikulás kemst í röð mest dýrkuðu dýrlinga
á íslandi, má sjá af stað í elztu sögu Þorláks byskups helga,
þar sem segir, að á dögum þess biskups (1178—1193) hafi
það verið í lög leitt, að fasta náttföstur fyrir postula messur
og Nikulásmessu.2) St. Nikulási er hér skipað á bekk með
sjálfum postulunum.
Bár með helgidýrð St. Nikulásar var svo heilagur staður,
að eðlilegt var, að menn minntust hans sérstaklega á fslandi.
Tveir íslenzkir sveitabæir bera nafn hinnar frægu ítölsku
borgar, Bár í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu, nú skipt í tvær
jarðir, Norður-Bár og Suður-Bár, og Bár í Hraungerðishreppi
í Árnessýslu. Samt hafa ekki fundizt neinar sannanir fyrir
því, að á þeim bæjum hafi verið til bænhús helguð St. Niku-
lási, en í sjálfu sér er ekki ólíklegt, að svo hafi verið, eða að
þessir bæir hafi á einhvern hátt staðið í sambandi við kirkjur
1) Hungurvaka, Bisk.s. I. 80—81, sbr. útgáfu Jóns Helgasonar, bls.
107. Sjá lika athugasemd hér aftan við ritgerðina.
2) Biskupasögur I, 106.